Sverrir Halldórsson
Hægt að panta flugvélamat og fá sendan heim | „…Stefán Viðarsson er þetta eitthvað sem Icelandair ætti að skoða?“
Þjóðverjar geta nú pantað flugvélamat frá LSG Sky Chefs beint heim í stofu. Fyrir þá sem hafa mikla löngun í að hafa flugvélamat í kvöldmatinn þá býður nú fyrirtæki eitt í Þýskalandi fólki upp á að fá flugvélamatinn heim að dyrum.
Það er þýska fyrirtækið Air Food One sem býður fólki upp á að skrá sig á vefnum og með því gefst þeim kostur að fá Business Class flugvélamat einu sinni í viku frá flugvélaeldhúsinu LSG Sky Chefs sem sér um matinn um borð í vélum Lufthansa.
Maturinn sem er í boði er nákvæmlega sá sami og borinn er fram um borð í Business Class í vélum Lufthansa, á sama tíma er maturinn keyrður heim að dyrum frosinn og þegar hann er hitaður upp í ofni er viðkomandi með sama flugvélamat og hann fengi í 35.000 fetum án þess að þurfa að bóka flug.
Með þessari þjónustu nær flugvélaeldhúsið LSG Sky Chefs að losa sig við umfram mat sem annars hefði verið fleygt í ruslið en hver máltíð kostar um 1.500 krónur. Þjónustan stendur aðeins til boða í Þýskalandi eins og er.
Nú er stóra spurningin Stefán Viðarsson, er þetta eitthvað sem Icelandair ætti að skoða?

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur