Sverrir Halldórsson
Hægt að panta flugvélamat og fá sendan heim | „…Stefán Viðarsson er þetta eitthvað sem Icelandair ætti að skoða?“
Þjóðverjar geta nú pantað flugvélamat frá LSG Sky Chefs beint heim í stofu. Fyrir þá sem hafa mikla löngun í að hafa flugvélamat í kvöldmatinn þá býður nú fyrirtæki eitt í Þýskalandi fólki upp á að fá flugvélamatinn heim að dyrum.
Það er þýska fyrirtækið Air Food One sem býður fólki upp á að skrá sig á vefnum og með því gefst þeim kostur að fá Business Class flugvélamat einu sinni í viku frá flugvélaeldhúsinu LSG Sky Chefs sem sér um matinn um borð í vélum Lufthansa.
Maturinn sem er í boði er nákvæmlega sá sami og borinn er fram um borð í Business Class í vélum Lufthansa, á sama tíma er maturinn keyrður heim að dyrum frosinn og þegar hann er hitaður upp í ofni er viðkomandi með sama flugvélamat og hann fengi í 35.000 fetum án þess að þurfa að bóka flug.
Með þessari þjónustu nær flugvélaeldhúsið LSG Sky Chefs að losa sig við umfram mat sem annars hefði verið fleygt í ruslið en hver máltíð kostar um 1.500 krónur. Þjónustan stendur aðeins til boða í Þýskalandi eins og er.
Nú er stóra spurningin Stefán Viðarsson, er þetta eitthvað sem Icelandair ætti að skoða?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins