Íslandsmót barþjóna
Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari í kokteilagerð – Myndir og vídeó

Keppendur í Úrslitum – Frá vinstri, Jacek Arkadiusz Rudecki, Bruno Falcao, Grétar Matthíasson, Árni Gunnarsson og Reginn
Loka viðburður Reykjavík Cocktail Weekend var haldinn í Gamla Bíó á sunnudaginn. Nóg var um að vera og eru úrslit hátíðarinnar kunngjörð.
Viðburðurinn var yfir Gala kvöldverð sem er skipulagður af Barþjónaklúbbi Íslands og var þétt dagskrá. Keppt var í úrslitum um RCW drykk ársins þar sem Kaldi, Jungle, Tipsý, Tres Locos og Skál voru í úrslitum.
Kaldi Bar tók bikarinn með drykkinn Mr. Klareou úr smiðju Kristjáns Högna Kristjánssonar. Einnig kepptu keppendur í úrslitum Íslandsmeistaramóts Barþjóna í hraða keppni, en þar þurftu keppendur að reiða fram 5 mismunandi kokteila á undir 7 mínútum.
- Grétar Matthíasson Tók Titilinn
- Grétar Matthíasson krýndur Íslandsmeistari
Var það Grétar Matthíasson sem bar sigur úr bítum og var því aftur krýndur Íslandsmeistari. Hann fer því út fyrir Íslands hönd í október og keppir á heimsmeistaramótinu í Madeira, Portúgal.
Jungle var kosinn kokteilbar ársins 2024.
Einnig stígu á stokk Kacper Smarz, heimsmeistari í flair sem var með stórfenglega flair sýningu og Júlí Heiðar tróð upp og tryllti lýðinn.
Heildarúrslit kvöldsins eru svo eftirfarandi:
Kokteilbar ársins: Jungle

Kristján Högni Kristjánsson og George Leite frá Kalda unnu voru með besta kokteilinn á Reykjavík Cocktail Weekend
RCW Drykkur ársins: Mr. Klareou frá Kalda bar eftir Kristján Högna Kristjánsson
Fagleg Vinnubrögð í klassískri kokteilagerð: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
Fallegasti kokteillinn í klassískri kokteilagerð: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
Besti kokteillinn í klassískri kokteilagerð: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
Besti árangur í skriflegu prófi: Bruno Falcao á Fosshótel Reykjavík
Besti árangur í þef og bragð prófi: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
Besti árangur í hraðaprófi: Grétar Matthíasson Á Blik Bistro
Topp 5 í Íslandsmeistaramóti: Grétar Matthíasson á Blik Bistro, Jacek Rudecki á Héðinn, Árni Gunnarsson á Soho veitingum, Reginn Galdur Árnason á Nauthól og Bruno Falcao á Fosshótel Reykjavík.

Keppendur í úrslitum þema keppninnar – Frá vinstri – Freyja Þórisdóttir, Sigurjón Tómas Hjaltason og Kría Freysdóttir
Þema keppni 3. sæti: Kría Freysdóttir á Tipsý
Þema keppni 2. sæti: Freyja Þórisdóttir hjá Reykjavík Cocktails
Þema keppni 1. sæti: Sigurjón Tómas Hjaltason hjá Reykjavík Cocktails
Íslandsmeistaramót 3. sæti: Jacek Rudecki á Héðinn
Íslandsmeistaramót 2. sæti: Bruno Falcao Fosshótel Reykjavík
Íslandsmeistaratitill: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
Við mælum með að fylgjast með störfum Barþjónaklúbbs Íslands á @bartendericeland instagramminu.
VÍDEÓ
Myndir: Reykjavík Cocktail Weekend / Sigurður Valdimar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?