Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Grandakaffi verður Kumiko tehús – Vídeó

Birting:

þann

Kumiko - Sara Hochuli

Sara Hochuli
Kumiko er annað tehúsið sem Sara opnar en fyrir tæpum sex árum opnaði hún tehúsið Miyuko í Zürich í Sviss sem hefur vægast sagt slegið í gegn. Tehúsin eru eins konar systur, lík en samt ekki eins.
Myndir: Facebook: /kumiko.iceland

Í sumar hætti Grandakaffi rekstri, en þar hafði Sigurður Rúnar Gíslason staðið vaktina í 32 ár.  Svissneska listakonan og kökugerðarmeistarinn Sara Hochuli hefur undanfarna mánuði tekið allt húsnæðið í gegn og opna þar Kumiko tehús.

„Ég fæ alltaf klikkaðar hugmyndir. Þær koma bara. Ég get ekkert annað gert en framkvæmt þær,“

segir Svisslendingurinn Sara Hochuli í samtali við mbl.is.

Á boðstólum verða litríkar kökur, grænt te frá Japan og kaffi.

Áhugavert viðtal við Söru er hægt að lesa á mbl.is með því smella hér.

Grandakaffi

Á Grandakaffi var borinn fram alíslenskur heimilismatur. Nú verður breyting á og boðið verður upp á litríkar kökur, grænt te frá Japan og kaffi.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Vídeó

Með fylgir heimildar/stuttmynd um undirbúninginn á Kumiko tehússins:

Heimasíða: www.kumiko.is

Facebook: /kumiko.iceland

Instagram: /hellokumiko

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið