Veitingarýni
Gömul dönsk klassík Haschis – Þessi réttur var oft í staffamatnum á Hótel Sögu og kláraðist alltaf
Þessi réttur var oft í staffamatnum á Hótel Sögu, þegar ég var að læra, en hann var lagaður úr afgöngum af steiktu kjöti sem var hakkað ásamt smá kryddsíld og lauk, brasserað á pönnu og brúnni sósu bætt út í og látið sjóða smástund, síðan var það borið fram með sykurbrúnuðum kartöflum, harðsoðnu eggi og agúrkusalati og kláraðist alltaf .
Nú um daginn hafði Eiríkur í Fiskbúðinni Höfðabakka samband við mig, um að hann ætlaði að vera með Haschis daginn eftir og að sjálfsögðu mætti ég til að endurupplifa þennann klassarétt.
Og það get ég sagt ykkur, hann var alveg þess virði að keyra bæinn á enda, þvílíkt sælgæti.
Ég sendi á vini mína í danska kokkaklúbbnum mynd af réttinum og spurði þá um sögu hans, margir könnuðust ekki við hann, en svo komu aðilar sem þekktu til réttarins og sögðu að hann hefði verið mikið notaður í upphafi síðustu aldar og í heimsstyrjöldunum þegar fólk var nauðugur, sá kostur að nýta allt í botn sem það gat komið höndum yfir.
Sumir notuðu rauðrófur og enska sósu og er þar átt við HP og Worchestersósu svona svipað og notað er í pyt i panna ( biximatur ).
Er ég farinn að hlakka til er þessi réttur verður á boðstólunum aftur hjá Eiríki.
Takk fyrir mig.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?