Viðtöl, örfréttir & frumraun
Glæsilegt listaverk úr klaka eftir Ottó Magnússon
Ottó Magnússon matreiðslumaður er margt til listanna lagt, en hann er einn af fremstu hér á Íslandi í klakaskurði. Ottó keppti til að mynda í heimsmeistarakeppni í klakaskurði sem haldin var í Fairbanks í Alaska árið 2017.
Ottó hreppti bronsverðlaun í heimsmeistarakeppninni ásamt félögum sínum þeim Bradley Groszkiewicz, Aaron Pencar og Jeff Kaiser fyrir listaverkið Sólfarið.
Sjá einnig: Brons verðlaun fyrir Sólfarið
Nú á dögunum fór fram Þorrablót KR sem haldið var í Frostaskjóli og var það Múlakaffi sem sá um öll veisluhöld.
Ottó var beðinn um að gera listaverk úr klaka í tilefni Þorrablótsins og útkoman glæsileg eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ottó notaði keðjusög og útskurðarjárn við listaverkið sem hann síðan þurfti að búta niður í 6 hluta fyrir flutninginn og límt saman á staðnum.
Mynd: úr einkasafni / Ottó Magnússon
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur