Smári Valtýr Sæbjörnsson
Glæsileg veisla á Microbar | Matur beint frá bónda og bjór paraður með
Microbar við Austurstræti 6 býður gestum upp á glæsilega veislu, þar sem gestakokkurinn Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari töfrar fram sex rétta kvöldverð.
Matseðillinn er eftirfarandi:
- Íslensk gulrót frá Flúðum í öllu sínu veldi á nokkra mismunandi vegu
- Kjötsúpa eins og Hinni gerir hana með nautakjöti frá Útvík, kartöflum frá Hofstaðaseli, kornhænueggjum og bjór
- Fullkomlega eldaðuð bleikja frá Hólum með bjórsoðnu byggi að austan ásamt rúgbrauði og rifsberjum týndum í garðinum hans Hinna
- Svína “rif “ frá Bjarteyjarsandi löðrandi í soðgljáa, nýbökuðu bjórbrauði ásamt heimagerðum ferskosti
- Grillað naut frá Útvík ásamt hvítlauk, vorrúllu, bjórsósu og rauðkáli
- Of blaut brownie með íslenskum landnámshænueggjum ásamt Stout butterscotch sósu
Þessi herlegheit verða í boði á morgun miðvikudaginn 19. febrúar og verður mismunandi bjór paraður við hvern rétt.
Matur beint frá bónda og bjór paraður með því er góð blanda, en viðburðurinn hefst á slaginu 19:30. Allar nánari upplýsingar á facebook síðu Microbar.
Mynd: af facebook síðu Microbar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Nemendur & nemakeppni13 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir