Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Glæsileg veisla á Microbar | Matur beint frá bónda og bjór paraður með

Birting:

þann

microbar

Microbar við Austurstræti 6 býður gestum upp á glæsilega veislu, þar sem gestakokkurinn Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari töfrar fram sex rétta kvöldverð.

Matseðillinn er eftirfarandi:

  1. Íslensk gulrót frá Flúðum í öllu sínu veldi á nokkra mismunandi vegu
  2. Kjötsúpa eins og Hinni gerir hana með nautakjöti frá Útvík, kartöflum frá Hofstaðaseli, kornhænueggjum og bjór
  3. Fullkomlega eldaðuð bleikja frá Hólum með bjórsoðnu byggi að austan ásamt rúgbrauði og rifsberjum týndum í garðinum hans Hinna
  4. Svína “rif “ frá Bjarteyjarsandi löðrandi í soðgljáa, nýbökuðu bjórbrauði ásamt heimagerðum ferskosti
  5. Grillað naut frá Útvík ásamt hvítlauk, vorrúllu, bjórsósu og rauðkáli
  6. Of blaut brownie með íslenskum landnámshænueggjum ásamt Stout butterscotch sósu

Þessi herlegheit verða í boði á morgun miðvikudaginn 19. febrúar og verður mismunandi bjór paraður við hvern rétt.

Matur beint frá bónda og bjór paraður með því er góð blanda, en viðburðurinn hefst á slaginu 19:30.  Allar nánari upplýsingar á facebook síðu Microbar.

 

Mynd: af facebook síðu Microbar.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið