Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gissur Guðmundsson kjörin forseti
Gissur guðmundsson var kjörin forseti alheimssamtaka Klúbba Matreislumeistara, WACS, ásamt Hilmari B. Jónssyni sem varaforseta og Helga Einarssyni sem ritara. Í samtökunum WACS eru 84 þjóðir með um 8 miljónir félagsmanna. Þetta er í fyrsta sinn í sögu samtakana að kosið er um forseta, hingað til hafa aðeins verið eitt framboð í einu og því sjálfkjörnir í hvert sinn. Um fimmhundruð þáttakendur eru á þessu þingi og er mikill stuðningur við íslensku víkingana.
Segja má að stuðningur við íslenska framboðið hafi aukist eftir framboðs kynningarnar á mánudag, því áherslu munur var á frambjóðendum. Íslenska framboðið einkendist af vilja til að vinna að hagsmunamálum félagana og þróun samtakana, á meðan mótframboðið hafði yfirbragð eigin fjárhagslegs stöðuleika og hagsmunir og þróun félagana væri svona með í farteskinu. Gissur kvaðst vera himin lifandi með þann stuðning sem hann hefur og segir vinnu síðustu tveggja ára sem framboðið hefur tekið, hafa skilað árangri.
Gissur er bjartsýnn á framtíðina og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hefur nú þegar fullskipað í stjórn samtakana en hann á kost á að velja með sér meðstjórnendur. Þinginu lýkur á morgun fimmtudag og endar á hátíðarkvöldverði í eyðimörkinni.
Jón Svavarsson skrifar frá Dubai.
Sjá myndir: www.123.is/MOTIVMEDIA

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata