Sverrir Halldórsson
Fyrsta Radisson Red hótelið opnar árið 2016
Þessi nýja hótelkeðja hjá Carlson Rezidors mun markaðsetja sig fyrir meira lífsstílskrefjandi hóp og auka breidd þeirra í hótelgeiranum enn meira.
Fyrsta hótelið mun opna í janúar 2016 sem Radisson Red Shenyang Hunani Shenyangi í Kína og strax á eftir fylgir Radisson Red V & A Waterfront í Höfðaborg, Suður Afríku.
Markmiðið er að árið 2020 verði búið að opna um 60 hótel undir þessu merki.
Meðal þess sem verður í boði er að hægt verður að fá kokkteila, smáréttir, vín og bjór allan sólarhringinn, mismunandi herbergi, aðstaða til fundarhalda svo eitthvað sé nefnt.
Ætli þetta sé ekki svar þeirra við kröfum markaðarins um meiri íburð en í boði er hjá stærstu hótelkeðjum í heiminum og er komið á hreint að hótel frá tveimur keðjum koma hingað til lands, annars vegar Hilton Canopy og hins vegar Mariott Edition.
Gaman verður að fylgjast með hvort Radisson Red komi til Íslands.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað









