Sverrir Halldórsson
Fyrsta Radisson Red hótelið opnar árið 2016
Þessi nýja hótelkeðja hjá Carlson Rezidors mun markaðsetja sig fyrir meira lífsstílskrefjandi hóp og auka breidd þeirra í hótelgeiranum enn meira.
Fyrsta hótelið mun opna í janúar 2016 sem Radisson Red Shenyang Hunani Shenyangi í Kína og strax á eftir fylgir Radisson Red V & A Waterfront í Höfðaborg, Suður Afríku.
Markmiðið er að árið 2020 verði búið að opna um 60 hótel undir þessu merki.
Meðal þess sem verður í boði er að hægt verður að fá kokkteila, smáréttir, vín og bjór allan sólarhringinn, mismunandi herbergi, aðstaða til fundarhalda svo eitthvað sé nefnt.
Ætli þetta sé ekki svar þeirra við kröfum markaðarins um meiri íburð en í boði er hjá stærstu hótelkeðjum í heiminum og er komið á hreint að hótel frá tveimur keðjum koma hingað til lands, annars vegar Hilton Canopy og hins vegar Mariott Edition.
Gaman verður að fylgjast með hvort Radisson Red komi til Íslands.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila