Sverrir Halldórsson
Fyrsta Radisson Red hótelið opnar árið 2016
Þessi nýja hótelkeðja hjá Carlson Rezidors mun markaðsetja sig fyrir meira lífsstílskrefjandi hóp og auka breidd þeirra í hótelgeiranum enn meira.
Fyrsta hótelið mun opna í janúar 2016 sem Radisson Red Shenyang Hunani Shenyangi í Kína og strax á eftir fylgir Radisson Red V & A Waterfront í Höfðaborg, Suður Afríku.
Markmiðið er að árið 2020 verði búið að opna um 60 hótel undir þessu merki.
Meðal þess sem verður í boði er að hægt verður að fá kokkteila, smáréttir, vín og bjór allan sólarhringinn, mismunandi herbergi, aðstaða til fundarhalda svo eitthvað sé nefnt.
Ætli þetta sé ekki svar þeirra við kröfum markaðarins um meiri íburð en í boði er hjá stærstu hótelkeðjum í heiminum og er komið á hreint að hótel frá tveimur keðjum koma hingað til lands, annars vegar Hilton Canopy og hins vegar Mariott Edition.
Gaman verður að fylgjast með hvort Radisson Red komi til Íslands.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara