Björn Ágúst Hansson
Fyrsta Forager´s Club kvöldið verður 12. nóvember – Aðalhráefnið á matseðli verður beint úr nærumhverfi
Þann 12. nóvember verður fyrsta Forager´s Club kvöldið haldið, sem eru eins konar „pop-up“ kvöldverðir.
Samskonar viðburðir verða haldnir með reglulegu millibili og markmið félagsskaparins er að standa fyrir matarupplifun þar sem ólíkir matreiðslumeistarar vinna saman og í sátt við íslenska náttúru.
Allt aðalhráefni verður beint úr nærumhverfi, hvort sem það er fiskur, villibráð, sveppir eða jurtir. Allt annað sem þarf í matreiðsluna verður eitthvað sem hægt er að finna eða framleiða á Íslandi. Þetta er nokkuð krefjandi verkefni sé tekið mið af stuttu sumri og skömmum veiðitímabilum hér á landi.
Kvöldið verður haldið á Nostra veitingahúsi á Laugavegi 59 og munu þeir Carl K. Fredriksen og Einar Björn Guðnýjarson sjá um matseðilinn, en þeir eru starfandi yfirmatreiðslumenn Nostra. Þar verður boðið upp á 5 rétta seðil með vínpörun í fallegu umhverfi fyrir 25.000 kr.
„Matur er mannsins megin og það að njóta kvöldstundar með ættingjum og vinum er gott fyrir sálina“
, segir Cassie Cosgrove, sem er í forsvari fyrir þennan einstaka viðburð. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að þátttakendur fá þarna tækifæri til þess að nálgast fæðuna án nokkurra milliliða, sem er óalgengt í dag. Spurð út í verðlagninguna segir Cassie að hún skýrist af því að aðföngum er aflað í litlu magni, frá smærri samstarfsaðilum og fyrir fáa í einu.
Í framtíðinni stefnir Cassie á að bjóða upp á þematengda kvöldverði og fara í tínsluferðir með hópum áður en afraksturinn er snæddur.
Hægt er að fylgjast með þeim á vefsíðunni þeirra.
Svo á instagram.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024