Markaðurinn
Fyrirliðinn – Nýr fiskréttur í samstarfi við Höskuld Gunnlaugsson

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, snæddi Fyrirliðann – fiskrétt sem hann þróaði í samstarfi við Fiskverslunina Hafið í Hlíðasmára.
Fiskverslunin Hafið í Hlíðasmára hefur nú kynnt til sögunnar nýjan og spennandi fiskrétt sem ber nafnið Fyrirliðinn. Rétturinn er afrakstur skapandi og heilsubærs samstarfs við engan annan en Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks í knattspyrnu.
Samstarfið á rætur sínar að rekja til þess að Höskuldur hefur lengi verið dyggur viðskiptavinur Fiskverslunarinnar Hafsins. Að sögn Bjarka, sem stýrir versluninni, hefur hann lengi haft ástríðu fyrir því að hvetja til aukinnar fiskneyslu meðal almennings – og þá sérstaklega meðal íþróttafólks.
„Við sáum tækifæri í því að fá sterka fyrirmynd úr íþróttaheiminum með okkur í lið til að kynna heilnæma og næringarríka fiskrétti,“ segir Bjarki Gunnarsson, verslunarstjóri í Hlíðasmára. „Höskuldur brást strax vel við og sýndi mikinn áhuga á verkefninu.“
Hugmyndin að réttinum kviknaði í samtali milli Höskulds og Andra Ásbergs. Þar ræddu þeir matarsmekk fyrirliðans og kom þá í ljós að hann leggur ríka áherslu á næringu og jafnvægi í fæðunni – sérstaklega fyrir leikdaga.
„Ég borða alltaf fisk daginn fyrir leik,“ segir Höskuldur. „Og bygg er eitt af því sem ég elska hvað mest – það gefur góðan kraft.“ Hann nefndi einnig að tómatlagaðir pastaréttir og lasagna væru í miklu uppáhaldi.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kynnir nýjan fiskrétt sem ber nafnið Fyrirliðinn í Fiskversluninni Hafinu í Hlíðasmára. Rétturinn sameinar heilnæma næringu og matarást afreksíþróttamannsins.
Útkoman: Kraftmikill og bragðgóður réttur
Úr varð metnaðarfull og vönduð hugmyndavinna við að blanda saman þessum uppáhaldshráefnum Höskulds í einn næringarríkan rétt. Fyrirliðinn samanstendur af ferskum þorski í rjómakenndri tómatínó-sósu með byggi, brokkolí og rótargrænmeti. Að sjálfsögðu er rétturinn gratineraður með osti – enda að sögn Höskulds „enn betri þannig“.
Fyrir fólk sem vill borða af ábyrgð, njóta góðs bragðs og huga að heilsunni – rétt eins og íþróttamenn á hæsta stigi – er Fyrirliðinn tilvalinn kostur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





