Frétt
Fullskipað af veitingahúsum á Skólavörðustíg
Veitingastaðurinn Noodle Station við Skólavörðustíg 21a fær ekki starfsleyfi þar sem hlutfall veitingastaða á viðkomandi svæði er nú þegar jafnhátt og leyfilegt er. Staðurinn hefur notið nokkurra vinsælda síðan hann fór af stað.
Eigandi staðarins opnaði hann án nokkurra leyfa frá Reykjavíkurborg fyrir nokkru síðan. Eftir að Matvælaeftirlit borgarinnar hafði samband við eigandann lokaði hann staðnum sjálfviljugur og þáði leiðbeiningar um það hvernig ætti að standa að leyfisumsóknum, að sögn Óskars Ísfeld, hjá Matvælaeftirlitinu.
Var eigandanum ráðlagt að senda fyrirspurn til byggingafulltrúa um það hvort skipulag heimilaði að veitingastaður væri starfræktur í húsinu. Starfsmenn Matvælaeftirlitsins upplýstu hann jafnframt um að annar aðili hefði nýlega fengið höfnun á að opna veitingastað í nágrenninu, þar sem hlutfall veitingastaða var orðið jafnhátt og skipulag leyfði.
Í glugga veitingastaðarins Noodle Station er nú tilkynning um að búið sé að loka staðnum vegna vandræða í tengslum við starfsleyfi.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






