Frétt
Fullskipað af veitingahúsum á Skólavörðustíg
Veitingastaðurinn Noodle Station við Skólavörðustíg 21a fær ekki starfsleyfi þar sem hlutfall veitingastaða á viðkomandi svæði er nú þegar jafnhátt og leyfilegt er. Staðurinn hefur notið nokkurra vinsælda síðan hann fór af stað.
Eigandi staðarins opnaði hann án nokkurra leyfa frá Reykjavíkurborg fyrir nokkru síðan. Eftir að Matvælaeftirlit borgarinnar hafði samband við eigandann lokaði hann staðnum sjálfviljugur og þáði leiðbeiningar um það hvernig ætti að standa að leyfisumsóknum, að sögn Óskars Ísfeld, hjá Matvælaeftirlitinu.
Var eigandanum ráðlagt að senda fyrirspurn til byggingafulltrúa um það hvort skipulag heimilaði að veitingastaður væri starfræktur í húsinu. Starfsmenn Matvælaeftirlitsins upplýstu hann jafnframt um að annar aðili hefði nýlega fengið höfnun á að opna veitingastað í nágrenninu, þar sem hlutfall veitingastaða var orðið jafnhátt og skipulag leyfði.
Í glugga veitingastaðarins Noodle Station er nú tilkynning um að búið sé að loka staðnum vegna vandræða í tengslum við starfsleyfi.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla