Sverrir Halldórsson
Frederiksen Ale House – Á horni Naustin og Tryggvagötu í Reykjavík | Veitingarýni
Staðurinn býður upp á klassískan kráarmat með eigin séreinkennum, ásamt góðu úrvali af bjór. Ég skellti mér þar inn eitt hádegið, til að upplifa þeirra útgáfu af klassískum kráarmat og hér kemur útkoman úr þeirri heimsókn:
Þjónninn sagði mér að Kjötsmiðjan lagar þessar pylsur fyrir þá og eiga þeir hrós skilið, því þær voru svakalega góðar, meðlætið var frekar óspennandi. Með þýskum pylsum þá er haft þýskt husmandssinnep sem fæst á Íslandi sem Taffel eða Slotts, einnig myndi ég hafa súrar smágúrkur með og skál af súrkáli þá er þetta orðinn ekta þýskur réttur.
Þetta er sennilega sá albesti skanki sem ég hef borðað, kartöflumaukið frábært, grænmetið sælgæti, sósan góð og brosti maður aftur á hnakka af ánægju. Ein smá ábending en mér fannst skammturinn helst til stór, eflaust hefðu margir ekki trúað að þessi orð kæmu úr munni mínum og sú er nú staðreyndin og gat ég ekki klárað diskinn.
Þegar hér var komið var ég orðinn mettur og þakkaði ég fyrir mig og skundaði út í veðurblíðuna með bros á vör.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla