Markaðurinn
Frábært veitingatækifæri í Borg29
Mathöllin Borg29 leitar að metnaðarfullum aðilum í gott veitingapláss sem losnar fljótlega í höllinni.
Borg29 opnaði vorið 2021 og hefur verið ein af vinsælustu mathöllum landsins. Hún er frábærlega staðsett í hjarta Borgartúnsins innan um iðandi atvinnulíf og í grennd við fjölmennar íbúabyggðir.
„Plássið sem er að losna er sérstaklega gott og býður upp á mikla möguleika,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, framkvæmdastjóri Borg29.
Átta staðir eru starfandi í Borg29 og þar má finna fjölbreytta kosti í matargerð. „Við erum spennt að heyra frá flottum aðilum með metnaðarfullar hugmyndir,“ segir Ágúst enn fremur.
Áhugasömum veitingaaðilum er bent á að hafa samband við Ágúst í gegnum netfangið [email protected].
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður








