Markaðurinn
Frábært veitingatækifæri í Borg29
Mathöllin Borg29 leitar að metnaðarfullum aðilum í gott veitingapláss sem losnar fljótlega í höllinni.
Borg29 opnaði vorið 2021 og hefur verið ein af vinsælustu mathöllum landsins. Hún er frábærlega staðsett í hjarta Borgartúnsins innan um iðandi atvinnulíf og í grennd við fjölmennar íbúabyggðir.
„Plássið sem er að losna er sérstaklega gott og býður upp á mikla möguleika,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, framkvæmdastjóri Borg29.
Átta staðir eru starfandi í Borg29 og þar má finna fjölbreytta kosti í matargerð. „Við erum spennt að heyra frá flottum aðilum með metnaðarfullar hugmyndir,“ segir Ágúst enn fremur.
Áhugasömum veitingaaðilum er bent á að hafa samband við Ágúst í gegnum netfangið [email protected].
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park








