Markaðurinn
Frábærar nýjungar frá Knorr eru vörur vikunnar hjá Ásbirni Ólafssyni
Knorr setti nýlega á markað vörulínuna „Intense Flavours“ en það eru fljótandi bragðaukar sem eru hugsaðir sem punkturinn yfir i-ið. Öll vörulínan er búin til úr náttúrulegum bragðefnum og gefa bragðaukarnir þér margslungið og ríkulegt bragð. Í boði eru fjórar bragðtegundir í 400 gr. einingum en þær eru Miso Umami, Roast Umami, Deep Smoke og Citrus Fresh. Knorr Intense Flavours bragðaukarnir henta sérlega vel í dressingar, kaldar sósur og marineringar.
Bragðaukana má einnig nota í heita rétti og henta þeir þá best til að bragðbæta sósur, mauk, gljáa og pottrétti. Við mælum með að bragðaukunum sé bætt við á síðustu stigum eldamennskunnar þannig að bragðið skili sér sem best. Prófaðu nýju Knorr Intense Flavours bragðaukana og upplifðu nýjar víddir í matargerð. Við vitum að bragðaukarnir eiga eftir að koma þér skemmtilega á óvart.
Þessa vikuna fást bragðaukarnir með 25% afslætti eða á 1.364 kr./stk. (án vsk.).
Endilega hafið samband við söludeild í síma 414-1150, ykkar sölumann eða á [email protected] fyrir frekari upplýsingar.
Einnig minnum við á vefverslunina okkar, www.asbjorn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi