Markaðurinn
Fosshótel Jökulsárlón óskar eftir að ráða til sín kokka í eldhúsið
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Jökulsárlón óskar eftir að ráða til sín kokka í eldhúsið.
Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Starfssvið
- Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
- Frágangur og geymsla á matvælum.
- Eftirlit með hreinlæti, GÁMES.
- Aðstoð við innkaup og birgðaumsjón.
- Aðkoma að gerð matseðla í samráði við yfirmann
Hæfniskröfur
- Menntun í matreiðslu kostur.
- Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum .
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur.
Hótelið er fyrsta flokks 4 stjörnu hótel sem opnaði á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls í júní 2016. Í nágrenni hótelsins er eitt vinsælasta göngusvæði landsins.
Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
ÓX í Reykjavík fær græna Michelin-stjörnu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Handverksframleiðsla í hæsta gæðaflokki: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Háklassa gufusteikingarofnar fyrir stóreldhús – á hálfvirði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Heimsþekktur japanskur meistarakokkur opnar veitingastað í London – Tobi Masa kemur til Mayfair í haust
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Markaðsdagatal veitingastaða í júlí
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veislubakkar sem slá í gegn í veislunni
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Rabarbaratímabilið er komið: Prófaðu þennan ferska sumarkokteil
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu