Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flestir veitingastaðir í Granda-mathöll eru í eigu kvenna
Á Granda mathöll hefur skapast einstök stemning en flestir veitingastaðanna eru í eigu kvenna, og fjórar af þeim konum eru íslenskar en af erlendu bergi brotnar. Bakgrunnur þeirra er mismunandi, sumar hafa verið hér í lengri tíma en aðrar eru nýlega fluttar til landsins.
Allar eiga þær þó sameiginlegt að vera góðir kokkar, harðduglegar og óhræddar við að stíga út fyrir þægindarammann og takast á við áskoranir.
Augusta fæddist í Nígeríu og á og rekur Ristorante Piccolo á Granda Mathöll. Þessi Nígeríski matgæðingur er að heilla gestina við höfnina! Hún er menntaður kokkur og hefur starfað á framsæknum, ítölskum veitingastöðum í Evrópu.
Á Ristorante Piccolo nostrar hún við hvern rétt, enda vinsæl með eindæmum.
Sulu er frá Nepal og á og rekur Fjárhúsið á Granda Mathöll. Það er einhver einstök Nepölsk áhrif sem koma fram í íslenska lambinu hjá henni!
Þó tekst henni að flétta þau bragðgóðu áhrif við íslenskar hefðir og býður hún upp á úrval af lambakjötsréttum sem bráðna í munni við hvern munnbita.
Auglýsing
Ira á og rekur Eldhús Iru á Granda Mathöll. Hún býr til þá bestu Indónesísku rétti sem fást á Norðurslóðum. Ira hefur verið að elda mat fyrir stóra hópa frá unga aldri og hefur einstak lag á að galdra fram hið einfalda, bragðgóða og ekta indónesíska bragð.
Kamala er frá Nepal og á og rekur Annapurna. Allar frægu sósur hennar eru unnar samkvæmt Nepölskum hefðum. Alveg einstakt bragð! Kamala hefur áratuga reynslu af Nepalskri kryddblöndun sem er list út af fyrir sig, sósugerð, maríneringu og nan-gerð.
Allt leikur þetta svo saman sinn stórleik á matardisknum okkar, og hver veit nema maður umli svolítið af ánægju þegar maður stingur bitanum upp í sig.
Það er mikil vinna að vera fumkvöðull og þetta vita þær Augusta, Sulu, Ira og Kamala, en þær halda ótrauðar áfram með bros á vör. Þeirra markmið er að byggja sér, og fjölskyldu sinni, upp gott líf hér á Íslandi – þar sem þeim finnst gott að búa.
Næst þegar þú kemur á Granda Mathöll og pantar þér mat, þá getur þú allt eins gert ráð fyrir því að þú sért að tala við eiganda staðarins, frumkvöðulinn sjálfan, sem afgreiðir þig með bros á vör.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?