Freisting
Fjölskyldumáltíð veldur fjaðrafoki
Tracy Pearce fyrir framan Tan Hill Inn
Kentucky Fried Chicken skyndibitakeðjan hefur kært breskan sveitapöbb fyrir að bjóða gestum sínum upp á Fjölskylduveislu sem er skrásett vörumerki KFC á Bretlandi og víðar.
Tan Hill Inn er hæsti pöbb yfir sjávarmáli á Bretlandi og á jóladag er hefð fyrir því að bjóða viðskiptavinum upp á kalkún eða hefðbundið roast beef með meðlæti og kalla þá máltíð Fjölskylduveislu.
|
Pöbbinn er að sögn afskektur, nærri Richmond í Norður York-skíri. KFC heldur því fram að fólk gæti ruglast á jólamáltíðinni og fötu af djúpsteiktum kjúklingi með frönskum.
Við erum reyndar með kjúkling og franskar á matseðlinum en hann er ekki hjúpaður leynilegri kryddblöndu, sagði Tracy Pearce, sem rekur pöbbinn, í samtali við Ananova fréttavefinn.
KFC talsmaður sagði að Fjölskylduveisla væri skráð vörumerki í Bretlandi og að KFC setti töluvert fjármagn í að auglýsa og vernda vörumerkin sín.
Heimasíða: Tan Hill Inn
Greint frá á Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala