Freisting
Fjölskyldumáltíð veldur fjaðrafoki
Tracy Pearce fyrir framan Tan Hill Inn
Kentucky Fried Chicken skyndibitakeðjan hefur kært breskan sveitapöbb fyrir að bjóða gestum sínum upp á Fjölskylduveislu sem er skrásett vörumerki KFC á Bretlandi og víðar.
Tan Hill Inn er hæsti pöbb yfir sjávarmáli á Bretlandi og á jóladag er hefð fyrir því að bjóða viðskiptavinum upp á kalkún eða hefðbundið roast beef með meðlæti og kalla þá máltíð Fjölskylduveislu.
|
Pöbbinn er að sögn afskektur, nærri Richmond í Norður York-skíri. KFC heldur því fram að fólk gæti ruglast á jólamáltíðinni og fötu af djúpsteiktum kjúklingi með frönskum.
Við erum reyndar með kjúkling og franskar á matseðlinum en hann er ekki hjúpaður leynilegri kryddblöndu, sagði Tracy Pearce, sem rekur pöbbinn, í samtali við Ananova fréttavefinn.
KFC talsmaður sagði að Fjölskylduveisla væri skráð vörumerki í Bretlandi og að KFC setti töluvert fjármagn í að auglýsa og vernda vörumerkin sín.
Heimasíða: Tan Hill Inn
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði