Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Feðgar opna Búlluna í Ósló
Feðgarnir Bjarni Finnsson og Baldur Bjarnason, ásamt fjölskyldum þeirra, hafa gert samning um að reka Hamborgarabúllu Tómasar í Noregi.
Ef allt gengur samkvæmt áætlun er meiningin að fyrsti staðurinn verði opnaður í september í Ósló
, segir Bjarni, sem vonast til að opna fleiri staði í Noregi síðar meir.
Við ætlum að byrja á einum stað og sjá hvernig því verður tekið. Við tökum eitt skref í einu. Þetta er algjörlega í samvinnu við Tomma [Tómas Tómasson, stofnanda Búllunnar] og hans lið.
Bjarni átti verslunina Blómaval í þrjátíu ár, auk þess sem þeir feðgar ráku Ísbúð Vesturbæjar þangað til þeir seldu hana fyrir tveimur og hálfu ári. Hann segir hamborgarana á Búllunni þá bestu sem völ er á.
Það er ekkert öðru vísi.
Þegar Hamborgarabúllan í Ósló verður opnuð verða staðirnir orðnir ellefu talsins á tíu árum. Fyrir eru útibú við Geirsgötu, Ofanleiti, Bankastræti, Bíldshöfða, í Hafnarfirði, á Selfossi, tvö í London, auk þess sem Kaupmannahöfn og Berlín eru nýir viðkomustaðir hamborgarakeðjunnar. Fyrsta Búllan var opnuð við Geirsgötuna í apríl árið 2004.
Greint frá á visir.is.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús