Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Feðgar opna Búlluna í Ósló

Birting:

þann

Noregur - Ósló

Feðgarnir Bjarni Finnsson og Baldur Bjarnason, ásamt fjölskyldum þeirra, hafa gert samning um að reka Hamborgarabúllu Tómasar í Noregi.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun er meiningin að fyrsti staðurinn verði opnaður í september í Ósló

, segir Bjarni, sem vonast til að opna fleiri staði í Noregi síðar meir.

Við ætlum að byrja á einum stað og sjá hvernig því verður tekið. Við tökum eitt skref í einu. Þetta er algjörlega í samvinnu við Tomma [Tómas Tómasson, stofnanda Búllunnar] og hans lið.

Bjarni átti verslunina Blómaval í þrjátíu ár, auk þess sem þeir feðgar ráku Ísbúð Vesturbæjar þangað til þeir seldu hana fyrir tveimur og hálfu ári. Hann segir hamborgarana á Búllunni þá bestu sem völ er á.

Það er ekkert öðru vísi.

Þegar Hamborgarabúllan í Ósló verður opnuð verða staðirnir orðnir ellefu talsins á tíu árum. Fyrir eru útibú við Geirsgötu, Ofanleiti, Bankastræti, Bíldshöfða, í Hafnarfirði, á Selfossi, tvö í London, auk þess sem Kaupmannahöfn og Berlín eru nýir viðkomustaðir hamborgarakeðjunnar. Fyrsta Búllan var opnuð við Geirsgötuna í apríl árið 2004.

 

Greint frá á visir.is.

Mynd: úr safni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið