Markaðurinn
Fastus og O. Johnson og Kaaber buðu til vorsýningar
|
Fastus og O.Johnson og Kaaber buðu til vorsýningar matreiðslumanna í húsakynum Fastusar í lok mars s.l..
Um 300 gestir lögðu leið sína í Fastus og skoðuðu nýjan og glæsilegan sýningarsal þar sem fullt var af nýjum og spennandi eldhústækjum og eldhúsbúnaði.
Kynning var á MerryChef ofnum en þeir eru allt að 15 sinnum fljótari að elda en hefðbundinn gufuofn. Í MerryChef ofnunum fer fram steiking, grill og örbylgur allt á sama tíma en með samspili þessa er hægt að ná fram þessum gríðarlegum afköstum. Til dæmis er innbakaður lax eldaður á 3 mínútum og svipaðan tíma tók að elda dádýrasteik.
Búið var að stilla upp breiðu úrvali tækja, meðal annars ofnum frá Rational, Convotherm, Middleby, Merrychef og Hounö. Svo vöktu Mac kokkahnífarnir verðskuldaða athygli ásamt Segers kokkagöllunum, en danska, norska og sænska kokkalandsliðin nota einmitt eingöngu þessa kokkagalla.
Viðskiptastjóri Franke í Evrópu tók meðal annars þátt í að kynna kaffivélar, hamagangurinn var mikill að lokinni sýningu þar sem Franke kaffivélasamstæða var send beint niður á Café Paris í notkun.
Ekki skemmdi fyrir að Emmessís bauð upp á ítalskan gelato í eftirrétt en alls var hægt að velja um 12 bragðtegundir.
Fastus og O.Johnson og Kaaber þakka kærlega fyrir sig.
Eftirfarandi myndir eru teknar frá kynningunni:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10