Markaðurinn
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
Krabbameinsfélagsins í samstarfi við Banana og Hagkaup stóðu í þriðja sinn fyrir skemmtilegum jólaleik á aðventunni. Óskað var eftir skapandi og jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, kryddjurtum, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Tilgangur og markmiðið með leiknum er að hvetja fólk til að passa upp á að hollustan gleymist ekki í jólaamstrinu innan um allar freistingarnar.
Framlögin voru afar fjölbreytt, litrík og skemmtileg. Úrslitin voru kynnt í Smáralind síðastliðna helgina og voru vinningstillögurnar til sýnis á göngugötunni við Hagkaup. Óhætt er að það segja að þær hafi vakið verskuldaða athygli. Fólk var duglegt að taka myndir af tillögunum og var spennt að nýta á veisluborðið sitt.
Eins og myndirnar sýna, þá er hægt að gera ótrúlega skemmtilegar útfærslur án þess að það sé of tímafrekt eða flókið þó að vissulega taki sumar hugmyndirnar ögn lengri tíma en aðrar.
1. sæti: Fallegur og girnilegur jólakrans, Aleksandra Jakubiuk
Aleksandra fékk að launum 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 40.000 kr. gjafabréf frá Hagkaup.
Innihaldslýsing: Kaki, fíkjur, rósmarín, salvía, rauð vínber, granat epli, brómber, nektarínur, græn epli, kiwi, sítróna og gullappelsína (kumquat).
2. sæti: Ævintýraleg Jólaugla, Migle Milinauskaite
Miglė fékk 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 25.000 gjafabréf frá Hagkaup.
Innihaldslýsing: Ananas, ramiro paprika, gulrætur, bláber, radísur, kókosflögur, hunang og kantilópa.
3. sæti: Jólaboð Snæfinns, Birna Varðardóttir
Birna fékk 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 15.000 gjafabréf frá Hagkaup.
Snæfinnur og frú eiga von á góðum vinum í jólaboð. Húsið er ríkulega skreytt og öll borð að svigna undan kræsingum.
Innihaldslýsing: Vatnsmelóna, kantilópa, rifsber, jarðaber, brómber, radísur, gulrætur, negulnaglar, appelsínur, ástríðuávöxtur, ananas, þurrkaður ananas, agúrka, drekaávöxtur og kiwi.
Aukaverðlaun
Einnig fengu Jólakrans, Mantas Zabulis og Jólakúla, Eliza Angelika Grygo aukaverðlaun frá Lemon og vefverslun Krabbameinsfélagsins fyrir skemmtilegar útfærslur.
Jólakrans, Mantas Zabulis
Innihaldslýsing: Vatnsmelóna, radísur, jarðaber, bláber og ananas.
Jólakúla, Eliza Angelika Grygo
Innihaldslýsing: Kaki, rifsber, brómber, græn vínber, kiwi, sveppir, klementínur, hindber, salvía, rósmarín og gullappelsína (kumquat).
Dómnefnd:
Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur í fræðsludeild Krabbameinsfélagsins.
Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana.
Rakel María Hjaltadóttir.
Sjöfn Þórðardóttir, umsjónarmaður matarvefs Mbl.is.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






