Vertu memm

Eldlinan

Er matvöruverslunum treystandi til að selja áfengi?

Birting:

þann

Púkinn hefur ekki látið sjá sig hér á blog.is síðustu vikurnar, enda hefur hann verið í fríi á sólarströnd, þar sem svo margt annað er hægt að gera en að hanga á Netinu.

Meðal þess var að sitja úti á góðum kvöldstundum, narta í osta og hráskinku og sötra rauðvín sem var keypt í matvöruversluninni á næsta horni.

Púkanum varð stundum hugsað til þess hversu notalegt það væri nú ef staðan væri svona á Íslandi – ef mann langaði í eina góða rauðvísflösku  væri nóg að skjótast út á næsta horn.

Ekki vantar áhugann hjá matvöruverslunum eða SVÞ, auk þess sem skoðanakannanir hafa sýnt að stór hluti landsmanna er fylgjandi því að léttvín og bjór verði selt í matvöruverslunum.

Hins vegar…

Púkinn er nefnilega ekki viss um að íslenskum matvöruverslunum sé treystandi til að selja léttvín. Í dag eru í gildi aldurstakmarkanir varðandi kaup á tóbaki, en reynslan hefur sýnt að á mörgum stöðum er auðvelt fyrir kaupendur undir þeim aldursmörkum að nálgast tóbakið.  Verslanirnar eru ekki að standa sig og ekki hefur Púkinn séð mikil merki þess að þessar verslanir séu sviptar heimild til að selja tóbak til lengri eða skemmri tíma, þannig að eftirlitið er ekki heldur í lagi.

Auglýsingapláss

Nú er það reyndar skoðun Púkans að tóbak sé mun hættulegra en léttvín, en hvað um það – samkvæmt landslögum gilda aldurstakmarkanir um kaup á hvoru tveggja. 

Ef verslunum er ekki treystandi til að selja tóbak nema til þeirra sem hafa náð tilsettum aldri, er einhver ástæða til að ætla að eitthvað annað verði uppi á teningnum með léttvínið?

Bloggfærsla

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið