Smári Valtýr Sæbjörnsson
Endurvottun á Svansvottun Grand Hótel Reykjavík

Salvör Brandsdóttir ráðstefnustjóri, Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri og Stefán Júlíusson aðstoðarhótelstjóri Grand Hótel Reykjavík
Grand Hótel Reykjavík fékk Svansvottun sína endurnýjaða á ráðstefnu á vegum Ríkiskaupa sem haldin var á hótelinu fyrr í dag þriðjudaginn 3. nóvember. Að þessu sinni var ráðstefnan hluti af norrænni viku tileinkaðri grænum innkaupum en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Opinber innkaup – Markviss innkaup“.
Samhliða ráðstefnunni var kaupstefna Svansins opnuð þar sem kynntar voru Svansvottaðar vörur og þjónusta.
Stærsti ávinningur aðildar að norrænu Svansvottuninni er að hún skapar betri og umhverfisvænni rekstur fyrir hótelið og viðskiptavini þess. Ávinningurinn er ekki síður fjárhagslegur þar sem að lægra minna er eytt í förgun á sorpi og með grænu bókhaldi fæst til að mynda betra verð í rekstrarvörur,
segir Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri Íslandshótela og bætir við að þetta sé stór dagur fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins sem eru afar stoltir í dag.

Það var Ingibergur Sigurðarson yfirbakari á Grand Hótel Reykavík sem gerði þetta fallega handgerða bakkelsi
Myndir: Íslandshótel

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Keppni2 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift