Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Endurvottun á Svansvottun Grand Hótel Reykjavík

Birting:

þann

Svansvottun Grand Hótel Reykjavík

Salvör Brandsdóttir ráðstefnustjóri, Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri og Stefán Júlíusson aðstoðarhótelstjóri Grand Hótel Reykjavík

Grand Hótel Reykjavík fékk Svansvottun sína endurnýjaða á ráðstefnu á vegum Ríkiskaupa sem haldin var á hótelinu fyrr í dag þriðjudaginn 3. nóvember.  Að þessu sinni var ráðstefnan hluti af norrænni viku tileinkaðri grænum innkaupum en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Opinber innkaup – Markviss innkaup“.

Svansvottun Grand Hótel Reykjavík

Af ráðstefnunni á Grand Hótel Reykjavík

Samhliða ráðstefnunni var kaupstefna Svansins opnuð þar sem kynntar voru Svansvottaðar vörur og þjónusta.

Stærsti ávinningur aðildar að norrænu Svansvottuninni er að hún skapar betri og umhverfisvænni rekstur fyrir hótelið og viðskiptavini þess. Ávinningurinn er ekki síður fjárhagslegur þar sem að lægra minna er eytt í förgun á sorpi og með grænu bókhaldi fæst til að mynda betra verð í rekstrarvörur,

segir Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri Íslandshótela og bætir við að þetta sé stór dagur fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins sem eru afar stoltir í dag.

Svansvottun Grand Hótel Reykjavík

Handgert bakkelsi.
Bás Íslandshótela á kaupstefnu Svansins í dag

Svansvottun Grand Hótel Reykjavík

Það var Ingibergur Sigurðarson yfirbakari á Grand Hótel Reykavík sem gerði þetta fallega handgerða bakkelsi

Myndir: Íslandshótel

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið