Smári Valtýr Sæbjörnsson
Endurvottun á Svansvottun Grand Hótel Reykjavík

Salvör Brandsdóttir ráðstefnustjóri, Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri og Stefán Júlíusson aðstoðarhótelstjóri Grand Hótel Reykjavík
Grand Hótel Reykjavík fékk Svansvottun sína endurnýjaða á ráðstefnu á vegum Ríkiskaupa sem haldin var á hótelinu fyrr í dag þriðjudaginn 3. nóvember. Að þessu sinni var ráðstefnan hluti af norrænni viku tileinkaðri grænum innkaupum en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Opinber innkaup – Markviss innkaup“.
Samhliða ráðstefnunni var kaupstefna Svansins opnuð þar sem kynntar voru Svansvottaðar vörur og þjónusta.
Stærsti ávinningur aðildar að norrænu Svansvottuninni er að hún skapar betri og umhverfisvænni rekstur fyrir hótelið og viðskiptavini þess. Ávinningurinn er ekki síður fjárhagslegur þar sem að lægra minna er eytt í förgun á sorpi og með grænu bókhaldi fæst til að mynda betra verð í rekstrarvörur,
segir Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri Íslandshótela og bætir við að þetta sé stór dagur fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins sem eru afar stoltir í dag.

Það var Ingibergur Sigurðarson yfirbakari á Grand Hótel Reykavík sem gerði þetta fallega handgerða bakkelsi
Myndir: Íslandshótel
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanMest lesnu fréttir ársins 2025







