Vertu memm

Markaðurinn

Eli Caner – Lady and Butler línan

Birting:

þann

Lady and Butler línan - Eli Caner

Vestanhafs, nánar til tekið í New York borg, starfar athafnasamur klæðskörungur sem hefur að undanförnu hannað línu vinnufatnaðs sem við erum ýkja hrifin af. Munum við þá skoða nærmynd af Eli Caner og fatalínu hennar, Lady and Butler.

Síðan 2012 hefur Caner hannað vinnufatnað fyrir hótel líkt og Soho Grand og the Surf Lodge sem og veitingastaðina Navy og Via Carota, svo dæmi séu tekin.

Lady and Butler línan - Eli Caner

Klæðnaðurinn hennar er líkt og fyrirmyndar hjónaband klæðskorinnar lögunar og praktík sem er hreinlegur, nútímalegur og með öllu temmilega áberandi. Caner er vön að taka áhættur í klæðskurði þar sem hún er tískuhönnuður en klæðnaðurinn ber ekki vott um útlit sem hinn venjulegi leikmaður myndi ætlast til af vinnufatnaði.

Caner vann á Soho Grand hótelinu í New York sem hanastélsþjónn og hún var hvorki ánægð með útlit né þægindi vinnufatnaðarins sem henni var úthlutað. Henni varð ljóst að ef maður klæðist einhverju sem er hlaðið ástríðu, alúð og ekki síst að manni þykir vænt um það þá mun maður sjálfkrafa beita sér betur að starfi. Með þá hugsýn að leiðarljósi hannaði hún fatalínu sína.

Caner segir að hótel framkvæma oft án þess að hugsa um vörumerki sitt til langtíma. Oft kaupa þau einkennisklæðnað á heildsöluverði því það er ódýrt. Þau sjá ekki hversu áhrifaríkt það er að skapa einkennisklæðnað sem myndar sérstöðu fyrir starfsmenn. Hún sér einkennisklæðnaðinn sem tól til að hjálpa að miðla vörumerkinu, sem er þegar allt kemur til alls ástæðan fyrir því að kúnninn tengir og kemur aftur.

Lady and Butler línan - Eli Caner

Þegar starfsmenn eru ánægðir með það sem þeir klæðast þá munu þeir eðlislega framfylgja sínu betur og á viðhlítandi hátt. Þegar þeim líður vel, þá líður kúnnanum vel. Og þegar kúnnanum líður vel, þá segja þeir vinum sínum frá því og koma aftur með meiri viðskipti.

Nánar á vinnufatnadur.skyrta.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið