Viðtöl, örfréttir & frumraun
Eldaði íslenskan humar í 40 ára afmæli le Manoir veitingastaðarins – Myndir og vídeó
Það eru fjörutíu ár síðan hið forna veitingahús Le Manoir aux Quat’Saisons í Bretlandi opnaði. Veitingastaðurinn var fyrst opnaður 17. mars á degi heilags Patreks árið 1984 og hefur allar götur síðan verið starfræktur við góðan orðstír.
„Opnunarkvöld Le Manoir var ekki frábært, ég verð að viðurkenna það. Þjónustan var ákaflega hæg og margir gestir fengu ekki eftirréttinn sem var þá karamellusúfflé, en gestirnir voru fljótir að fyrirgefa okkur.“
Sagði Raymond Blanc eigandi Michelin veitingastaðarins Le Manoir í afmælisræðu sinni.
Haldin var glæsileg afmælisveisla og þar á meðal var góður vinur Raymond, hann Agnar Sverrisson matreiðslumaður, sem sá um að elda íslenskan humar fyrir afmælisgesti.
„Við, sem höfum unnið sem lykilmenn hans í gegnum tíðina, komum til að heiðra hann og elduðum fyrir hann og hans gesti.“
Sagði Agnar í samtali við veitingageirinn.is.
Vídeó
Matseðill
Framreiddur var margrétta matseðill og sérvaldi Sommelier þjónn staðarins vínin með hverjum rétti.

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025