Viðtöl, örfréttir & frumraun
Eldaði íslenskan humar í 40 ára afmæli le Manoir veitingastaðarins – Myndir og vídeó
Það eru fjörutíu ár síðan hið forna veitingahús Le Manoir aux Quat’Saisons í Bretlandi opnaði. Veitingastaðurinn var fyrst opnaður 17. mars á degi heilags Patreks árið 1984 og hefur allar götur síðan verið starfræktur við góðan orðstír.
„Opnunarkvöld Le Manoir var ekki frábært, ég verð að viðurkenna það. Þjónustan var ákaflega hæg og margir gestir fengu ekki eftirréttinn sem var þá karamellusúfflé, en gestirnir voru fljótir að fyrirgefa okkur.“
Sagði Raymond Blanc eigandi Michelin veitingastaðarins Le Manoir í afmælisræðu sinni.
Haldin var glæsileg afmælisveisla og þar á meðal var góður vinur Raymond, hann Agnar Sverrisson matreiðslumaður, sem sá um að elda íslenskan humar fyrir afmælisgesti.
„Við, sem höfum unnið sem lykilmenn hans í gegnum tíðina, komum til að heiðra hann og elduðum fyrir hann og hans gesti.“
Sagði Agnar í samtali við veitingageirinn.is.
Vídeó
Matseðill
Framreiddur var margrétta matseðill og sérvaldi Sommelier þjónn staðarins vínin með hverjum rétti.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup














