Uncategorized
Ekki verður af sölu Danól og Ölgerðarinnar
Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem reka innflutningsfyrirtækið Danól og Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf., hafa ákveðið að ekkert verði af sölu fyrirtækjanna þar sem tilboð reyndust ekki ásættanleg að mati eigenda. Þegar fyrirtækin voru sett í söluferli í lok febrúar var skýrt tekið fram af hálfu eigenda að þau yrðu seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt verð fengist. Á þeim tíma sem liðinn er hafa aðstæður á markaði breyst umtalsvert sem átti sinn þátt í lyktum söluferlisins.
Í upphafi var ákveðið að hafa söluferlið stutt, opið og hnitmiðað og telja eigendur að það hafi gengið eftir. Eigendur Danól og Ölgerðarinnar eru afar þakklátir starfsfólki fyrirtækjanna fyrir þann skilning sem það hefur sýnt síðastliðnar vikur. Nú sé óvissu um eignarhald fyrirtækjanna eytt en Danól og Ölgerðin eru sterk og vel rekin fyrirtæki. Telja eigendur ríka ástæðu til að líta björtum augum til framtíðar.
Starfsmannafundir voru í Danól og Ölgerðinni í morgun þar sem lyktir söluferlisins voru kynntar.
Nánari upplýsingar veitir: Friðrik Einarsson, fyrirtækjasviði MP Fjárfestingarbanka hf., í síma 822 3228.
Af heimasíðu egils.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla