Vertu memm

Markaðurinn

Ekkert samráð haft við fagfélögin

Birting:

þann

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands

„Við óttumst að innleiðing þessarar reglugerðar geti bitnað á gæðum námsins,“

segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, um nýja reglugerð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.

Eins og fram kom hér á vefnum í gær munu námssamningar iðnnema frá 1. ágúst næstkomandi vera á forræði skólanna sjálfra. Skólarnir munu bera ábyrgð á því að finna vinnustað þar sem nemandinn fær leiðsögn og æfingu við raunaðstæður en fram til þessa hafa nemendur sjálfir þurft að sjá um að komast á samning. Reglugerðin kveður á um að ef ekki tekst að koma nemanda á samning taki við svokölluð skólaleið, þar sem skólinn þarf að sjá til þess að nemandinn fái þá þjálfun sem hann þarf. Það getur verið þjálfun á fleiri en einum vinnustað.

Reglugerðin felur líka í sér að horft verði til hæfni nemandans við ákvörðun um lengd vinnustaðanáms. Hæfnisþættir hafa verið skilgreindir fyrir hverja námsgrein og þarf nemandinn að ná tökum á þeim handbrögðum. Ráðherra vill meina að með þessu fyrirkomulagi verði vinnustaðanámið markvissara en verið hefur og nemendur eigi kost á því að útskrifast fyrr.

Óskar bendir á að MATVÍS hafi aldrei haft tækifæri til að koma að vinnu við undirbúning reglugerðarinnar. Hann gagnrýnir samráðsleysið harðlega og óttast að slakað verði á kröfum með nýju fyrirkomulagi.

„Við höfum í gegn um tíðina skilað af okkur fagfólki á heimsmælikvarða. Það hefur tekist vegna gæða námsins og vegna meistarakerfisins – þetta samspil atvinnulífs og skóla hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag,“

útskýrir hann.

MATVÍS sendi, ásamt öðrum fagfélögum, umsögn við drög að reglugerðinni í desember. Þar var kallað eftir auknu samráði og samstarfi við fagfélögin, svo sjónarmið þeirra kæmust að á frumstigi málsins, auk þess sem efnislegar athugasemdir voru gerðar við drögin.

„Það lítur út fyrir að ákveðið hafi verið frá byrjun að við fengjum ekki að vera með í mótun þessarar reglugerðar,“

segir Óskar.

 Umsögn iðnfélaganna um drög að reglugerð menntamálaráðherra.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið