Markaðurinn
Ekkert samráð haft við fagfélögin
„Við óttumst að innleiðing þessarar reglugerðar geti bitnað á gæðum námsins,“
segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, um nýja reglugerð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.
Eins og fram kom hér á vefnum í gær munu námssamningar iðnnema frá 1. ágúst næstkomandi vera á forræði skólanna sjálfra. Skólarnir munu bera ábyrgð á því að finna vinnustað þar sem nemandinn fær leiðsögn og æfingu við raunaðstæður en fram til þessa hafa nemendur sjálfir þurft að sjá um að komast á samning. Reglugerðin kveður á um að ef ekki tekst að koma nemanda á samning taki við svokölluð skólaleið, þar sem skólinn þarf að sjá til þess að nemandinn fái þá þjálfun sem hann þarf. Það getur verið þjálfun á fleiri en einum vinnustað.
Reglugerðin felur líka í sér að horft verði til hæfni nemandans við ákvörðun um lengd vinnustaðanáms. Hæfnisþættir hafa verið skilgreindir fyrir hverja námsgrein og þarf nemandinn að ná tökum á þeim handbrögðum. Ráðherra vill meina að með þessu fyrirkomulagi verði vinnustaðanámið markvissara en verið hefur og nemendur eigi kost á því að útskrifast fyrr.
Óskar bendir á að MATVÍS hafi aldrei haft tækifæri til að koma að vinnu við undirbúning reglugerðarinnar. Hann gagnrýnir samráðsleysið harðlega og óttast að slakað verði á kröfum með nýju fyrirkomulagi.
„Við höfum í gegn um tíðina skilað af okkur fagfólki á heimsmælikvarða. Það hefur tekist vegna gæða námsins og vegna meistarakerfisins – þetta samspil atvinnulífs og skóla hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag,“
útskýrir hann.
MATVÍS sendi, ásamt öðrum fagfélögum, umsögn við drög að reglugerðinni í desember. Þar var kallað eftir auknu samráði og samstarfi við fagfélögin, svo sjónarmið þeirra kæmust að á frumstigi málsins, auk þess sem efnislegar athugasemdir voru gerðar við drögin.
„Það lítur út fyrir að ákveðið hafi verið frá byrjun að við fengjum ekki að vera með í mótun þessarar reglugerðar,“
segir Óskar.
Umsögn iðnfélaganna um drög að reglugerð menntamálaráðherra.
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill