Vertu memm

Freisting

Eitt kg af heimsins dýrasta marmelaði kostar um 660.000 krónur

Birting:

þann

Breska fyrirtækið Duerr segist hafa framleitt dýrasta marmelaði heims, en skammtur á eina brauðsneið mun kosta 76 pund, um 10.000 krónur. Kílógrammið af marmelaðinu kostar 5.000 pund, um 660.000 krónur.

62 ára gamalt Dalmore maltviskí var notað til marmelaðigerðarinnar, Pol Roger eðalkampavín og ætt blaðgull.

Marmelaði það er Bretar borða helst er framleitt úr súrum appelsínum og þykir ómissandi hluti ensks morgunverðar. Í enskum morgunverði má finna steikt flesk, egg, pylsur, ristað brauð með marmelaði, steiktar tómatsneiðar og sveppi, stundum kartöfluteninga og bakaðar baunir.

Duerr bjó til marmelaðið dýra í tilefni af 125 ára afmæli fyrirtækisins. Krukka með einu kg af lostætinu verður seld á uppboðsvefnum eBay síðar á árinu og rennur ágóðinn til góðgerðarmála.

Greint frá á Mbl.is

 

freisting@freisting.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar