Freisting
Eitt kg af heimsins dýrasta marmelaði kostar um 660.000 krónur
Breska fyrirtækið Duerr segist hafa framleitt dýrasta marmelaði heims, en skammtur á eina brauðsneið mun kosta 76 pund, um 10.000 krónur. Kílógrammið af marmelaðinu kostar 5.000 pund, um 660.000 krónur.
62 ára gamalt Dalmore maltviskí var notað til marmelaðigerðarinnar, Pol Roger eðalkampavín og ætt blaðgull.
Marmelaði það er Bretar borða helst er framleitt úr súrum appelsínum og þykir ómissandi hluti ensks morgunverðar. Í enskum morgunverði má finna steikt flesk, egg, pylsur, ristað brauð með marmelaði, steiktar tómatsneiðar og sveppi, stundum kartöfluteninga og bakaðar baunir.
Duerr bjó til marmelaðið dýra í tilefni af 125 ára afmæli fyrirtækisins. Krukka með einu kg af lostætinu verður seld á uppboðsvefnum eBay síðar á árinu og rennur ágóðinn til góðgerðarmála.
Greint frá á Mbl.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas