Freisting
Eitt kg af heimsins dýrasta marmelaði kostar um 660.000 krónur
Breska fyrirtækið Duerr segist hafa framleitt dýrasta marmelaði heims, en skammtur á eina brauðsneið mun kosta 76 pund, um 10.000 krónur. Kílógrammið af marmelaðinu kostar 5.000 pund, um 660.000 krónur.
62 ára gamalt Dalmore maltviskí var notað til marmelaðigerðarinnar, Pol Roger eðalkampavín og ætt blaðgull.
Marmelaði það er Bretar borða helst er framleitt úr súrum appelsínum og þykir ómissandi hluti ensks morgunverðar. Í enskum morgunverði má finna steikt flesk, egg, pylsur, ristað brauð með marmelaði, steiktar tómatsneiðar og sveppi, stundum kartöfluteninga og bakaðar baunir.
Duerr bjó til marmelaðið dýra í tilefni af 125 ára afmæli fyrirtækisins. Krukka með einu kg af lostætinu verður seld á uppboðsvefnum eBay síðar á árinu og rennur ágóðinn til góðgerðarmála.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





