Markaðurinn
Einar Snorri tekur við sem forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi
Einar Snorri Magnússon hefur tekið við sem forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi af Carlos Cruz.
Einar hefur starfað hjá CCEP á Íslandi (áður Vífilfell) í 13 ár og sinnt ýmsum stjórnunarstörfum en síðastliðin 3 ár hefur hann gegnt starfi framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs.
„Framundan eru spennandi tímar hjá fyrirtækinu og það er mikill heiður að taka við þessari stöðu. Coca-Cola hefur verið hluti af þjóðarsálinni í 76 ár og við seljum ýmsar af ástkærustu drykkjarvörum landsmanna. Við erum í stöðugri þróun, bæði fyrirtækið sjálft sem og vörurnar sem við seljum, og höfum til að mynda verið leiðandi á sviði sjálfbærni hér á landi. Ég tek við góðu búi af Carlos, hann hefur leitt árangursríka innleiðingu okkar í CCEP og við þökkum honum óeigingjarnt starf síðastliðin 3 ár. “
segir Einar en hann er með B.Sc. í Alþjóðamarkaðssfræði frá Tækniskóla Íslands og MBA frá Edinborgarháskóla.
CCEP er stærsta átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum og leiðandi fyrirtæki á markaði með neytendavörur í Evrópu. CCEP er með 24.000 starfsmenn í 13 löndum í Vestur-Evrópu og framleiðir og markaðssetur nokkur af vinsælustu drykkjuvörumerkjum heims til yfir 300 milljóna neytenda.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






