Markaðurinn
Einar Snorri tekur við sem forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi
Einar Snorri Magnússon hefur tekið við sem forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi af Carlos Cruz.
Einar hefur starfað hjá CCEP á Íslandi (áður Vífilfell) í 13 ár og sinnt ýmsum stjórnunarstörfum en síðastliðin 3 ár hefur hann gegnt starfi framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs.
„Framundan eru spennandi tímar hjá fyrirtækinu og það er mikill heiður að taka við þessari stöðu. Coca-Cola hefur verið hluti af þjóðarsálinni í 76 ár og við seljum ýmsar af ástkærustu drykkjarvörum landsmanna. Við erum í stöðugri þróun, bæði fyrirtækið sjálft sem og vörurnar sem við seljum, og höfum til að mynda verið leiðandi á sviði sjálfbærni hér á landi. Ég tek við góðu búi af Carlos, hann hefur leitt árangursríka innleiðingu okkar í CCEP og við þökkum honum óeigingjarnt starf síðastliðin 3 ár. “
segir Einar en hann er með B.Sc. í Alþjóðamarkaðssfræði frá Tækniskóla Íslands og MBA frá Edinborgarháskóla.
CCEP er stærsta átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum og leiðandi fyrirtæki á markaði með neytendavörur í Evrópu. CCEP er með 24.000 starfsmenn í 13 löndum í Vestur-Evrópu og framleiðir og markaðssetur nokkur af vinsælustu drykkjuvörumerkjum heims til yfir 300 milljóna neytenda.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar20 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






