Sverrir Halldórsson
Einar Geirs og Árni elduðu á einni stærstu sjávarútvegssýningu í heiminum
Seafood Expo Global er ein af þessum stóru og flottu sjávarútvegssýningunum sem haldnar eru í heiminum og er þetta í 26. skiptið sem Ísland er með á þessari sýningu sem haldin var 21. – 23. apríl s.l. í Brussel í Belgíu.
Í ár voru það um 30 íslensk fyrirtæki sem tóku þátt og Samherji var eitt þeirra. Samherji fékk þá Einar Geirsson matreiðslumeistara og eiganda Rub 23 á Akureyri og Árna þór Árnason matreiðslumann á Rub 23 að kynna ýmsar afurðir og elda á bás Samherja á sýningunni.
Í samtali við veitingageirinn.is sagði Einar að hann hefði fyrst farið með Samherja árið 2006, þannig að hann ætti að vera orðinn kunnugur staðháttum.
Meðal þess sem þeir kynntu var bleikja, lax, þorskhnakkar, gellur, kinnfisk og saltfisk þunnildi eða migas er það kallað og fer aðallega á spánarmarkað.
Meðfylgjandi myndir eru frá kynningunni á bási Samherja, þar sem þeir félagar eru á heimavelli.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag