Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Einar Geirs og Árni elduðu á einni stærstu sjávarútvegssýningu í heiminum

Birting:

þann

Seafood Expo Global 2015 - Samherji

Einar Geirsson og Árni þór Árnason

Seafood Expo Global 2015 - SamherjiSeafood Expo Global er ein af þessum stóru og flottu sjávarútvegssýningunum sem haldnar eru í heiminum og er þetta í 26. skiptið sem Ísland er með á þessari sýningu sem haldin var 21. – 23. apríl s.l. í Brussel í Belgíu.

Í ár voru það um 30 íslensk fyrirtæki sem tóku þátt og Samherji var eitt þeirra. Samherji fékk þá Einar Geirsson matreiðslumeistara og eiganda Rub 23 á Akureyri og Árna þór Árnason matreiðslumann á Rub 23 að kynna ýmsar afurðir og elda á bás Samherja á sýningunni.

Seafood Expo Global 2015 - Samherji

Í samtali við veitingageirinn.is sagði Einar að hann hefði fyrst farið með Samherja árið 2006, þannig að hann ætti að vera orðinn kunnugur staðháttum.

Meðal þess sem þeir kynntu var bleikja, lax, þorskhnakkar, gellur, kinnfisk og saltfisk þunnildi eða migas er það kallað og fer aðallega á spánarmarkað.

Meðfylgjandi myndir eru frá kynningunni á bási Samherja, þar sem þeir félagar eru á heimavelli.

 

/Sverrir

 

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið