Freisting
Eftirréttir sem listgrein
Það má með sanni segja, að þeir eftirréttir, sem Stéphane Glacier galdraði fram, á BOIRON kynningunni, sem fram fór dagana 31.
janúar og 1. febrúar s.l. í Hótel- og Matvælaskólanum, hafi mátt flokka sem listgrein.
GV heildverslun stóð fyrir kynningunni sem hefur markaðssett hágæðavörurnar frá Boiron í mörg ár og í ár var fenginn mjög frægur pastry chef frá Frakklandi, Stéphane Glacier, til að leiða íslenska bakara og matreiðslumenn, í allan sannleikann um allt það nýjasta á þessu sviði, stefnu og strauma.
Stéphane Glacier hefur unnið til margra verðlauna í fagkeppnum og náði m.a. þeim merka áfanga að vera Meilleur Ouvrier de France Pâtissier árið 2000. Jafnframt því að ferðast um heiminn og halda
námskeið, þá rekur hann skóla í Frakklandi fyrir fagmenn á þessu sviði við góðar orðstír. Og síðast en ekki síst, þá hefur hann gefið út nokkrar bækur, um þetta efni, sem að vakið hafa verðskuldaða athygli fagmanna.
Óhætt er að segja að þátttakendur hafi verið yfir sig hrifnir af þeim faglegu vinnubrögðum og framsetningu, sem að þeir urðu vitni að á námskeiðunum.
GV heildverslun vill koma á framfæri þakklæti fyrir þann áhuga, sem bakarar og matreiðslumenn sýndu kynningunum, en fullt var á þeim báða dagana.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Sticky Fingers BBQ keðjan sækir um greiðslustöðvun – Óvissa um framtíð fyrirtækisins
-
Food & fun22 klukkustundir síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur