Freisting
Eftirréttir sem listgrein
Það má með sanni segja, að þeir eftirréttir, sem Stéphane Glacier galdraði fram, á BOIRON kynningunni, sem fram fór dagana 31. janúar og 1. febrúar s.l. í Hótel- og Matvælaskólanum, hafi mátt flokka sem listgrein.
GV heildverslun stóð fyrir kynningunni sem hefur markaðssett hágæðavörurnar frá Boiron í mörg ár og í ár var fenginn mjög frægur pastry chef frá Frakklandi, Stéphane Glacier, til að leiða íslenska bakara og matreiðslumenn, í allan sannleikann um allt það nýjasta á þessu sviði, stefnu og strauma.
Stéphane Glacier hefur unnið til margra verðlauna í fagkeppnum og náði m.a. þeim merka áfanga að vera Meilleur Ouvrier de France Pâtissier árið 2000. Jafnframt því að ferðast um heiminn og halda námskeið, þá rekur hann skóla í Frakklandi fyrir fagmenn á þessu sviði við góðar orðstír. Og síðast en ekki síst, þá hefur hann gefið út nokkrar bækur, um þetta efni, sem að vakið hafa verðskuldaða athygli fagmanna.
Óhætt er að segja að þátttakendur hafi verið yfir sig hrifnir af þeim faglegu vinnubrögðum og framsetningu, sem að þeir urðu vitni að á námskeiðunum.
GV heildverslun vill koma á framfæri þakklæti fyrir þann áhuga, sem bakarar og matreiðslumenn sýndu kynningunum, en fullt var á þeim báða dagana.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði