Freisting
Eftirréttir sem listgrein
Það má með sanni segja, að þeir eftirréttir, sem Stéphane Glacier galdraði fram, á BOIRON kynningunni, sem fram fór dagana 31.
janúar og 1. febrúar s.l. í Hótel- og Matvælaskólanum, hafi mátt flokka sem listgrein.
GV heildverslun stóð fyrir kynningunni sem hefur markaðssett hágæðavörurnar frá Boiron í mörg ár og í ár var fenginn mjög frægur pastry chef frá Frakklandi, Stéphane Glacier, til að leiða íslenska bakara og matreiðslumenn, í allan sannleikann um allt það nýjasta á þessu sviði, stefnu og strauma.
Stéphane Glacier hefur unnið til margra verðlauna í fagkeppnum og náði m.a. þeim merka áfanga að vera Meilleur Ouvrier de France Pâtissier árið 2000. Jafnframt því að ferðast um heiminn og halda
námskeið, þá rekur hann skóla í Frakklandi fyrir fagmenn á þessu sviði við góðar orðstír. Og síðast en ekki síst, þá hefur hann gefið út nokkrar bækur, um þetta efni, sem að vakið hafa verðskuldaða athygli fagmanna.
Óhætt er að segja að þátttakendur hafi verið yfir sig hrifnir af þeim faglegu vinnubrögðum og framsetningu, sem að þeir urðu vitni að á námskeiðunum.
GV heildverslun vill koma á framfæri þakklæti fyrir þann áhuga, sem bakarar og matreiðslumenn sýndu kynningunum, en fullt var á þeim báða dagana.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé