Veitingarýni
Eftirminnileg máltíð á Nora | Góður matur og framúrskarandi þjónusta
„Enginn luns er ókeypis“ sagði maðurinn á sínum tíma, og því koma þessar fátæklegu línur núna sem hefðu átt að birtast fyrir löngu. Þetta hefur verið rigninga og túrhesta sumarið mikla með öllum þeim pestum sem því fylgdi, og því kannski ekki gefist margar stundir til að setjast niður og hreinskrifa þessa punkta.
En eitt júlí kvöldið á meðan sumarið var ungt og maður bar von í hjarta um góða rest vorum við Axel kökugerðarmaður á leiðinni á Nora magasin, svona nokkurn veginn í hjarta bæjarins. Þetta hafði verið langur föstudagur og því með nokkuri tilhlökkun að komast aðeins út og reyna eitthvað nýtt í góðum félagskap. Var mættur rétt rúmlega kl 18:00 og staðurinn að verða meira eða minna fullur, Axel hafði krækt í þægilegt borð út við gluggan, hefði svo sem verið gaman að sitja úti en eins og við Reykvíkingar vorum að verða nokkuð meðvitandi um þá yrði þetta væntanlega ekki sumar úti veitinga.
En hvað um það, ekki ætla ég að fara að tjá mig mikið um veðrið hérna, nokkuð sem ég ekki á neinn háttinn get haft áhrif á.
Vel var tekið á móti okkur og glas af úrvals Burgundar víni kom blóðinu fljótlega á hreyfingu á meðan við renndum yfir matseðilinn. Ég skal fúslega viðurkenna það að mér fannst uppsetningin á seðlunum flott og öðruvísi, smekkleg og einföld, ekki langur og flestir ættu að geta fundið þar eitthvað spennandi fyrir sig.
Hin franska – japanska Akane Sophie ræður ríkjum í eldhúsinu og þó að mikið hafið verið að gera hjá henni gaf hún sér tíma til að tylla sér niður aðeins og ræða málið.
Akane Monavon hefur að baki nokkuð litríkan feril en hún er útskrifuð frá Sorbonne í Arkitektúr og listum. Akane byrjaði að elda fyrir 6 árum síðan og hefur flakkað milli Japans, London og New York að læra listina. Hún byrjaði í Japan að vinna á Mona Lisa tveggja stjörnu Michelin stað, síðan fluttist hún til London þar sem hún vann sem sushi kokkur á Cocoro á Bond Street . Þaðan lá leiðin til New York þar sem hún eldaði á Manhattan, á stað sem heitir Soba Totto, en soba er, til útskýringar, sérstök tegund af japönskum núðlum. Soba Totto er hátt skrifaður í NY.
Frá New York fór hún síðan heim til Burgundy þar sem hún opnaði vínbar á þriggja stjörnu Michelin hóteli í fallega bænum Cluny, síðan tók við flakk milli alla þriggja landana þangað til hún fór aftur til Tokyo þar sem hún rak Tokyo wine bar í Shibuya hverfinu. Á leið sinni heim til Frakklands frá Tokyo ákvað hún að stoppa á Íslandi þar sem hún er enn í dag.
Hugmyndin með Nora er tengingin milli eldhús og gesta, sýningin þar sem Akane er leikstjórinn og kokkar og þjónar leikendur á meðan gesturinn upplifi sýninguna frá fyrsta handtaki til síðasta bita. Svo sem engin ný hugmyndafræði en er alltaf skemmtileg og og gerir veitingahúsa heimsóknina meira eftirminnanlega og áhugaverða. Að mínu mati er fátt skemmtilegara en að fá sér eitt glas af góðu víni glas eða kaldan bjór á meðan maður horfir á hvað eldhúsið er að bardúsa, tala nú ekki um þegar enga sérstaka þörf fyrir andlegar eða djúpþenkjandi umræður, bara njóta staðar og stund.
Þannig var það nú kannski ekki alveg með okkur Axel er við hittumst á Nora þessa kvöldstund, ég snéri baki í barinn þannig að strax spunnust djúpar umræður um súkkulaði, fullkomna bökun á Crème brûlée, steikingaraðferðir og hráefnisöflun hérna á hjara veraldar. Við hefðum eflaust getað haldið áfram lengi.
En eins og áður segir var staðurinn nokkuð þétt skipaður og þá aðallega af vinkonu hittingi í snæðing og pörum af karlkyns félögum sem meira sátu og skelltu í sig vökvanum fyrir kvöldið. En þetta með vinkonu hitting er reyndar mjög skemmtilegt fyrirbæri, að vinkonur hittast og fari út að borða, hafi það gaman saman og svo heim aftur eða út á lífið er hreint ótrúlega algengt, á meðan mannfólkið frekar hittist yfir bjór og bolta, aðeins að raða í sig vökvanu áður en haldið er frekar út á lífið. Mætti efalaust skrifa langar félagsfræði ritgerðir um þetta fyrirbæri sem og munin á klæðnaðinum hjá kynjunum.
En nú var Akané Sophie komin að borðinu og ég verð að viðurkenna að það var virkilega gaman að hitta þessa líflegu og hugmyndaríku konu sem hafði þvælst heimshorna á milli til að leita eftir fulkomnun í faginu, en síðan að enda hérna uppi á Íslandi, svona óvart. En sama hversu góður og hæfileikaríkur einn er þá glímdi hún við nákvæmlega sama vandamálið og við hin meðal ljónin, skort á góðum kokkum og stöðugu og jöfnu gæði hráefnis.
Við byrjuðum á skemmtilegum forrétt. Com on Bert I am on fire, eða logandi camembert, ég kjáninn hafði að sjálfsögðu lesið þetta vitlaust í byrjun, en prufið bara að lesa þetta hratt. Skemmtileg útfærsla á logandi camembert sem Akané kveikti í á íslenskri hraunhellu. Frábært að dúlla sér við að borða, skemmtilegt sjónarspil.
Lambaprime á heitri hraunhellu var okkur borið síðan sem er skemmtileg útfærsla á rétti sem er sígildur en er þá oftast notaður mun þéttari steinn en hraunið, en samt flott hugmynd og skemmtilega útfærð. Því miður er lambaprime kannski ekki besti bitinn í þetta, að mínu mati, þar sem meðhöndlun á íslenska lambinu eftir slátrun er ekki alltaf eins og best væri á kosið. Hangir of stutt fyrir mitt leiti og því hætta á að kjötið verði örlítið seigt. En flottur og bragðgóður réttur.
Bjór franskar og skelfiskur er eitthvað sem maður ætti ekki að láta fram hjá sér fara á Nora, þó að ég sé nú ekki mikill bjór maður þá var þessi samsetning alveg prima. Kaldur og frískandi sér innfluttur Hoegaarden belgískur hveitibjór bjór og íslenskur kræklingur fara virkilega vel saman.
Hnetusmjörs brownie með bláberjasultu og kaldri mjólk hefði verið gott fyrir svefninn, en við vorum þá bara ekkert á þeim buxunum eftir þessa ljúffengu máltíð. Vill heldur ekkert frekar lýsa kökunni enda tala myndirnar skýrlega sínu máli. Hugsaði þó í hjartans einlægni „ég vildi óska að sneið af svona köku fyndist heima þegar ég kæmi heim úr vinnunni eftir langan og erfiðan dag“, hversu meira væri hægt að fara fram á í lífinu?
Lokin komu síðan með kardimommu Créme brulée, fullkomin bökun taldi Axel eftir langa skoðun og pælingu, ágætt fullyrti ég enda enginn sérfræðingur á þessu sviði, þarna var hann á heimavelli. Créme brulée er væntanlega mest og ofnotaðasti eftirrétturinn á Íslandi og víða, þar sem kokkar eru kokkar og yfirleitt ekki neinir sérfræðingar í eftirréttum, þó vissulega sé þar undantekning á, svo var hér.
Fleira var okkur boðið þetta eftirminnanleg kvöld sem ég læt liggja á milli hluta að lýsa enda væri það bara til að eyðileggja ánægjuna fyrir væntanlegum gestum. Ég hef komið þarna nokkru sinnum síðar, einn og eða með fleirum og fengið mér aðra rétti af seðlinum, sem hefur upp á töluvert meira að bjóða, en það get ég sagt án þess að roðna, ég sé ekki eftir krónu.
En þegar á heildina er litið þá var þetta virkilega góð heimsókn, þó eins og áður segir þessi eftimæli koma seint. Góður staður fyrir hitting, að setjast niður og spjalla, gott vín, góður bjór og framúrskarandi þjónusta, tala nú ekki um matinn. Það er þetta sem skiptir máli og sem yljar nú á dimmu haust kvöldi. Það sem betur hefði mátt fara er að merkja staðinn betur sem matsölustað, veit ekki hversu mörgum erlendum ferðamönnum ég vísaði inn þau skiptin sem ég fór út og fékk mér frískandi loft. Fólk taldi að þetta væri yfirfullur bar en ekki staður fyrir góðan mat. En hvað munaði mig um það, ég vissi að ég var að ráðleggja fólki rétt. Takk fyrir.
Myndir: Axel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði