Markaðurinn
Drykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini
Drykkur hefur tekið saman glæsilegan hátíðargjafabækling fyrir jólin þar sem lögð er áhersla á vandaða framleiðslu, fjölbreytileika og fallega framsetningu. Í bæklingnum má finna hátíðarpakka sem henta bæði fyrirtækjum og vinahópum sem vilja gleðja samstarfsfélaga, viðskiptavini eða vini með vel völdu víni.
Við samsetningu pakkanna hefur Drykkur haft að leiðarljósi að sá sem gjafarinnar nýtur upplifi fágaða vínrækt og góða blöndu af stíl og persónuleika. Gjafirnar koma vel pakkaðar í vönduðum og fallegum umbúðum sem gera það auðvelt að afhenda þær beint, hvort sem er á skrifstofunni eða við jólahlaðborðið.
Viðskiptavinir eru hvattir til að leita til Drykks eftir ráðgjöf, en strákarnir þar bjóða aðstoð við að finna vín sem henta hverju tilefni, hvort sem um ræðir minni hópa eða stærri fyrirtækjapantanir.
Hægt er að skoða hátíðargjafabæklinginn hér.
Fyrir frekari upplýsingar má senda fyrirspurn á [email protected] eða hafa samband í síma 517-7500.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






