Sverrir Halldórsson
Domino’s opnar stað í Noregi
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hyggst opna Domino’s Pizza veitingastað í Osló, höfuðborg Noregs, í ágúst. Um er að ræða fyrsta Domino’s staðinn í landinu, en alls er ætlunin að opna fimmtíu slíka staði þar. Birgir Þór á og rekur Dominos á Íslandi. Fjallað er um málið á norska viðskiptavefnum E24.no.
Birgir Þór segir í viðtali við E24.no að staðirnir í Noregi verði eins konar sambland af hinu alþjóðlegu Dominoskonsepti og íslensku útgáfunni. Hráefnin muni koma frá Noregi, sem og starfsmennirnir, en á matseðlinum verði vinsælustu pizzurnar í Bandaríkjunum og hér á Íslandi.
Í fréttinni kemur jafnframt fram að Birgir Þór reki Dominos í Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi, en eigi einnig réttinn á rekstrinum í bæði Svíþjóð og Finnlandi. Rifjað er upp að fyrsti Domino’s staðurinn í Danmörku hafi verið opnaður árið 1997 og að nú séu þar þrettán staðir.
Í frétt á mbl.is segir að Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., seldi fyrirtækið Pizza-pizza ehf., sem er umboðsaðili Domino’s Pizza International á Íslandi, til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt sumarið 2011. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza árið 1993 og kom að rekstri þess til ársins 2005.
Í tilkynningu á þeim tíma kom fram að söluverð alls hlutafjárins hafi verið 210 milljónir króna, en að auki hafi vaxtaberandi skuldir numið 350 milljónum króna, að því er fram kemur á mbl.is.
Greint frá á mbl.is
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025