Sverrir Halldórsson
Domino’s opnar stað í Noregi
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hyggst opna Domino’s Pizza veitingastað í Osló, höfuðborg Noregs, í ágúst. Um er að ræða fyrsta Domino’s staðinn í landinu, en alls er ætlunin að opna fimmtíu slíka staði þar. Birgir Þór á og rekur Dominos á Íslandi. Fjallað er um málið á norska viðskiptavefnum E24.no.
Birgir Þór segir í viðtali við E24.no að staðirnir í Noregi verði eins konar sambland af hinu alþjóðlegu Dominoskonsepti og íslensku útgáfunni. Hráefnin muni koma frá Noregi, sem og starfsmennirnir, en á matseðlinum verði vinsælustu pizzurnar í Bandaríkjunum og hér á Íslandi.
Í fréttinni kemur jafnframt fram að Birgir Þór reki Dominos í Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi, en eigi einnig réttinn á rekstrinum í bæði Svíþjóð og Finnlandi. Rifjað er upp að fyrsti Domino’s staðurinn í Danmörku hafi verið opnaður árið 1997 og að nú séu þar þrettán staðir.
Í frétt á mbl.is segir að Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., seldi fyrirtækið Pizza-pizza ehf., sem er umboðsaðili Domino’s Pizza International á Íslandi, til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt sumarið 2011. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza árið 1993 og kom að rekstri þess til ársins 2005.
Í tilkynningu á þeim tíma kom fram að söluverð alls hlutafjárins hafi verið 210 milljónir króna, en að auki hafi vaxtaberandi skuldir numið 350 milljónum króna, að því er fram kemur á mbl.is.
Greint frá á mbl.is
Mynd: aðsend

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata