Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Domino’s opnar stað í Noregi

Birting:

þann

Dominos

Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hyggst opna Domino’s Pizza veitingastað í Osló, höfuðborg Noregs, í ágúst. Um er að ræða fyrsta Domino’s staðinn í landinu, en alls er ætlunin að opna fimmtíu slíka staði þar. Birgir Þór á og rekur Dom­in­os á Íslandi. Fjallað er um málið á norska viðskiptavefnum E24.no.

Birgir Þór segir í viðtali við E24.no að staðirnir í Noregi verði eins konar sambland af hinu alþjóðlegu Dominoskonsepti og íslensku útgáfunni. Hráefnin muni koma frá Noregi, sem og starfs­mennirnir, en á matseðlinum verði vinsælustu pizzurnar í Bandaríkjunum og hér á Íslandi.

Í fréttinni kemur jafnframt fram að Birgir Þór reki Dominos í Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi, en eigi einnig réttinn á rekstrinum í bæði Svíþjóð og Finnlandi. Rifjað er upp að fyrsti Domino’s staðurinn í Danmörku hafi verið opnaður árið 1997 og að nú séu þar þrettán staðir.

Í frétt á mbl.is segir að Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., seldi fyrirtækið Pizza-pizza ehf., sem er umboðsaðili Domino’s Pizza International á Íslandi, til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt sumarið 2011. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza árið 1993 og kom að rekstri þess til ársins 2005.

Í tilkynningu á þeim tíma kom fram að söluverð alls hlutafjárins hafi verið 210 milljónir króna, en að auki hafi vaxtaberandi skuldir numið 350 milljónum króna, að því er fram kemur á mbl.is.

 

Greint frá á mbl.is

Mynd: aðsend

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið