Vertu memm

Freisting

Delicious Iceland hlýtur alþjóðleg verðlaun

Birting:

þann

Bókin Delicious Iceland eftir Völund Snæ Völundarson matreiðslumann og Hrein Hreinsson ljósmyndara hlaut nú um helgina sérstök heiðursverðlaun, The Gourmand Cookbook Awards, sem eru virtustu verðlaun heims í matar- og vínbókmenntum.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Peking í Kína en hana sóttu fleiri hundruð manns hvaðanæva að úr heiminum.

Bókin kom út í fyrra hjá Bókaútgáfunni Sölku og hefur hlotið einróma lof og föluðust forsvarsmenn keppninnar sérstaklega eftir þátttöku hennar þegar hún var kynnt á alþjóðlegu bókasýningunni í Frankfurt í fyrra.

Völundur Snær Sjö manna hópur hélt til Kína til að taka á móti verðlaununum en í þeim hópi voru Völundur Snær, Hreinn og Haukur Ágústsson sem ritaði texta, auk Hildar Hermóðsdóttur frá Sölku. Þetta var í tólfta skipti sem verðlaunin eru veitt en þau eru gjarnan kölluð ,,Óskarsverðlaun matar- og vínbókmenntanna.” Árlega eru yfir 6000 bækur skráðar í keppnina frá 60 löndum. Verðlaunaafhendingin fór fram laugardagskvöldið 7. apríl og var sjónvarpað á Chinese Food TV Network og sýnt víða um Asíu. Nánar um keppnina er að finna á www.cookbookfair.com

Í umsögn dómnefndar kom fram að bókin væri sérstaklega glæsileg og tækist á einstakan hátt að sameina matreiðslu, menningu, bókmenntir og sagnfræði sem væri óvenjulegt þegar matreiðslubækur væru annars vegar. Þetta væri bók á heimsmælikvarða sem bæri að þýða yfir á sem flest tungumál.

Að þessu tilefni er Delicious Iceland á sérstöku tilboðsverði hjá Bókaútgáfunni Sölku. Fullt verð er 5.600, tilboðsverð 3.790. Smellið hér

Mbl.is frétt vitnar í Freisting.is

Visir.is frétt vitnar í Freisting.is

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið