Freisting
Delicious Iceland hlýtur alþjóðleg verðlaun
Bókin Delicious Iceland eftir Völund Snæ Völundarson matreiðslumann og Hrein Hreinsson ljósmyndara hlaut nú um helgina sérstök heiðursverðlaun, The Gourmand Cookbook Awards, sem eru virtustu verðlaun heims í matar- og vínbókmenntum.
Verðlaunaafhendingin fór fram í Peking í Kína en hana sóttu fleiri hundruð manns hvaðanæva að úr heiminum.
Bókin kom út í fyrra hjá Bókaútgáfunni Sölku og hefur hlotið einróma lof og föluðust forsvarsmenn keppninnar sérstaklega eftir þátttöku hennar þegar hún var kynnt á alþjóðlegu bókasýningunni í Frankfurt í fyrra.
Sjö manna hópur hélt til Kína til að taka á móti verðlaununum en í þeim hópi voru Völundur Snær, Hreinn og Haukur Ágústsson sem ritaði texta, auk Hildar Hermóðsdóttur frá Sölku. Þetta var í tólfta skipti sem verðlaunin eru veitt en þau eru gjarnan kölluð ,,Óskarsverðlaun matar- og vínbókmenntanna. Árlega eru yfir 6000 bækur skráðar í keppnina frá 60 löndum. Verðlaunaafhendingin fór fram laugardagskvöldið 7. apríl og var sjónvarpað á Chinese Food TV Network og sýnt víða um Asíu. Nánar um keppnina er að finna á www.cookbookfair.com
Í umsögn dómnefndar kom fram að bókin væri sérstaklega glæsileg og tækist á einstakan hátt að sameina matreiðslu, menningu, bókmenntir og sagnfræði sem væri óvenjulegt þegar matreiðslubækur væru annars vegar. Þetta væri bók á heimsmælikvarða sem bæri að þýða yfir á sem flest tungumál.
Að þessu tilefni er Delicious Iceland á sérstöku tilboðsverði hjá Bókaútgáfunni Sölku. Fullt verð er 5.600, tilboðsverð 3.790. Smellið hér
Mbl.is frétt vitnar í Freisting.is
Visir.is frétt vitnar í Freisting.is
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta21 klukkustund síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði