Keppni
Deividas Deltuvas hreppti titilinn Hraðasti barþjónn Íslands
Keppnin um hraðasta barþjóninn fór fram samhliða Aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands og var hún haldin í samstarfi við Mekka Wines & Spirits á Sæta Svíninu 21. nóvember síðastliðinn og var fullt út úr dyrum!
Sjá einnig: Mikil gróska í íslenskri barmenningu – Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands
Hlaut þar sigurvegarinn veglegan bikar, fljótandi veigar og ferðainneign að andvirði 50.000kr.
30 keppendur skráðu sig til leiks sem er metskráning og þurftu þeir að útbúa 2 fernet branca skot, hella 2 Peroni bjórum og framreiða 1 hristan Bacardi Daiquiri á sem skemmstum tíma. 4 hröðustu komust í úrslit en þeir voru Martin Martin Cabejšek frá Vinnustofu Kjarvals, Aron Elí frá Punk, Jón Helgi Guðmundsson frá Sushi Social og Deividas Deltuvas frá Sæta Svíninu.
- Dómari kvöldins, Elna María
- Kynnir Kvöldsins
- Deividas fagnar sigrinum vel og innilega
Úrslitin fóru svo fram í formi útsláttarkeppni þar sem tveir duttu út og komust þar með 2 keppendur í ofur-úrslit. Martin Cabejšek og Deividas Deltuvas kepptu um bikarinn þar sem Deividas sló út Martin og þar með endaði Deividas Deltuvas sem sigurvegari og hlaut þannig titilinn Hraðasti Barþjónninn. Hér má svo sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.
Myndir tók Ómar Vilhelmsson

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun