Keppni
Deividas Deltuvas hreppti titilinn Hraðasti barþjónn Íslands
Keppnin um hraðasta barþjóninn fór fram samhliða Aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands og var hún haldin í samstarfi við Mekka Wines & Spirits á Sæta Svíninu 21. nóvember síðastliðinn og var fullt út úr dyrum!
Sjá einnig: Mikil gróska í íslenskri barmenningu – Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands
Hlaut þar sigurvegarinn veglegan bikar, fljótandi veigar og ferðainneign að andvirði 50.000kr.
30 keppendur skráðu sig til leiks sem er metskráning og þurftu þeir að útbúa 2 fernet branca skot, hella 2 Peroni bjórum og framreiða 1 hristan Bacardi Daiquiri á sem skemmstum tíma. 4 hröðustu komust í úrslit en þeir voru Martin Martin Cabejšek frá Vinnustofu Kjarvals, Aron Elí frá Punk, Jón Helgi Guðmundsson frá Sushi Social og Deividas Deltuvas frá Sæta Svíninu.
- Dómari kvöldins, Elna María
- Kynnir Kvöldsins
- Deividas fagnar sigrinum vel og innilega
Úrslitin fóru svo fram í formi útsláttarkeppni þar sem tveir duttu út og komust þar með 2 keppendur í ofur-úrslit. Martin Cabejšek og Deividas Deltuvas kepptu um bikarinn þar sem Deividas sló út Martin og þar með endaði Deividas Deltuvas sem sigurvegari og hlaut þannig titilinn Hraðasti Barþjónninn. Hér má svo sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.
Myndir tók Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir















