Keppni
Deividas Deltuvas hreppti titilinn Hraðasti barþjónn Íslands
Keppnin um hraðasta barþjóninn fór fram samhliða Aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands og var hún haldin í samstarfi við Mekka Wines & Spirits á Sæta Svíninu 21. nóvember síðastliðinn og var fullt út úr dyrum!
Sjá einnig: Mikil gróska í íslenskri barmenningu – Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands
Hlaut þar sigurvegarinn veglegan bikar, fljótandi veigar og ferðainneign að andvirði 50.000kr.
30 keppendur skráðu sig til leiks sem er metskráning og þurftu þeir að útbúa 2 fernet branca skot, hella 2 Peroni bjórum og framreiða 1 hristan Bacardi Daiquiri á sem skemmstum tíma. 4 hröðustu komust í úrslit en þeir voru Martin Martin Cabejšek frá Vinnustofu Kjarvals, Aron Elí frá Punk, Jón Helgi Guðmundsson frá Sushi Social og Deividas Deltuvas frá Sæta Svíninu.
- Dómari kvöldins, Elna María
- Kynnir Kvöldsins
- Deividas fagnar sigrinum vel og innilega
Úrslitin fóru svo fram í formi útsláttarkeppni þar sem tveir duttu út og komust þar með 2 keppendur í ofur-úrslit. Martin Cabejšek og Deividas Deltuvas kepptu um bikarinn þar sem Deividas sló út Martin og þar með endaði Deividas Deltuvas sem sigurvegari og hlaut þannig titilinn Hraðasti Barþjónninn. Hér má svo sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.
Myndir tók Ómar Vilhelmsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?