Uncategorized
Dæmdur í sekt fyrir að láta birta áfengisauglýsingu
Hæstiréttur hefur dæmt framkvæmdastjóra heildsölufyrirtækisins Rolf Johansen & Co. í hálfrar milljónar króna sekt fyrir að láta birta auglýsingar um áfengan bjór í nokkrum íslenskum fjölmiðlum.
Forsvarsmaður annars fyrirtækis var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir samskonar brot þar sem hvorki hann né fyrirtækið voru nafngreind í auglýsingunum eða vísað til þeirra með neinum hætti.
Hæstiréttur segir í niðurstöðum sínum varðandi Rolf Johansen & Co., að birting auglýsinganna, sem voru fimm talsins, væri andstæð áfengislögum. Hins vegar hafi framkvæmdastjórinn hvorki verið nafngreindur né vísað til fyrirtækisins í fjórum auglýsingunum og því bæri framkvæmdastjórinn ekki refsiábyrgð á þeim. Fimmta auglýsingin var auðkennd heimasíðu, sem beri með sér að hún sé á vegum Rolf Johansen & Co. Sé auglýsingin þar af leiðandi nægjanlega tengd því fyrirtæki svo að framkvæmdastjórinn verði talinn bera ábyrgð á henni.
Hæstiréttur féllst ekki á að ákvæði áfengislaga um auglýsingabann bryti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar eða skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.
Greint frá á Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala