Uncategorized
Dæmdur í sekt fyrir að láta birta áfengisauglýsingu

Hæstiréttur hefur dæmt framkvæmdastjóra heildsölufyrirtækisins Rolf Johansen & Co. í hálfrar milljónar króna sekt fyrir að láta birta auglýsingar um áfengan bjór í nokkrum íslenskum fjölmiðlum.
Forsvarsmaður annars fyrirtækis var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir samskonar brot þar sem hvorki hann né fyrirtækið voru nafngreind í auglýsingunum eða vísað til þeirra með neinum hætti.
Hæstiréttur segir í niðurstöðum sínum varðandi Rolf Johansen & Co., að birting auglýsinganna, sem voru fimm talsins, væri andstæð áfengislögum. Hins vegar hafi framkvæmdastjórinn hvorki verið nafngreindur né vísað til fyrirtækisins í fjórum auglýsingunum og því bæri framkvæmdastjórinn ekki refsiábyrgð á þeim. Fimmta auglýsingin var auðkennd heimasíðu, sem beri með sér að hún sé á vegum Rolf Johansen & Co. Sé auglýsingin þar af leiðandi nægjanlega tengd því fyrirtæki svo að framkvæmdastjórinn verði talinn bera ábyrgð á henni.
Hæstiréttur féllst ekki á að ákvæði áfengislaga um auglýsingabann bryti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar eða skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





