Veitingarýni
Chikin er nýr veitingastaður í Reykjavík – „…í þessari stuttu samantekt þá er bara lýsingarorðið, „æðislegt“ nóg“
Chikin er eitthvað nýtt og er að slá í gegn með kjúklingaborgurum og öðrum spennandi „smá réttum“. Þetta er eitthvað sem ég var alveg til í að skoða og prufa.
Það eru þeir félagar Jón Þorbergs og Atli Snær sem standa á bak við þennan spennandi veitingastað sem er staðsettur við Ingólfsstræti 2.
Atli rekur einnig KORE og sem ég hef áður fjallað aðeins um, en hér var eitthvað nýtt á ferð.
Ég hata reyndar fátt meira í dag en að reyna við miðbæinn á mínum gamla fjallabíl þar sem það er nú orðið yfirleitt vonlaust að komast áleiðis nema að rölta langar vegalengdir, en Chikin er staðsettur í hjarta Reykjavíkur.
En ferðin var þess virði og ef ég held mig aðeins við borgarann í þessari stuttu samantekt þá er bara lýsingarorðið, „æðislegt“ nóg. Hér fann ég að við vorum við ekki bara að tala um Asíu heldur eru hér einnig sterk áhrif frá suðurríkjum bandaríkjanna og það er ekki slæmt.
Creol eða Cajun var það fyrsta sem mér datt í hug en þessi matargerð og leikur að kryddum er eitthvað sem hefur alltaf heillað mig.
Þetta olli mér ekki vonbrigðum og það sama var með aðra rétti sem ég prufaði en stundum er erfitt að lýsa upplifunin svo að ég ætla láta myndirnar tala sínu máli og hvet alla sem eru á röltinu í bænum að kíkja inn á Chikin og eins eru verðin í lagi.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni