Veitingarýni
Chikin er nýr veitingastaður í Reykjavík – „…í þessari stuttu samantekt þá er bara lýsingarorðið, „æðislegt“ nóg“
Chikin er eitthvað nýtt og er að slá í gegn með kjúklingaborgurum og öðrum spennandi „smá réttum“. Þetta er eitthvað sem ég var alveg til í að skoða og prufa.
Það eru þeir félagar Jón Þorbergs og Atli Snær sem standa á bak við þennan spennandi veitingastað sem er staðsettur við Ingólfsstræti 2.
Atli rekur einnig KORE og sem ég hef áður fjallað aðeins um, en hér var eitthvað nýtt á ferð.
Ég hata reyndar fátt meira í dag en að reyna við miðbæinn á mínum gamla fjallabíl þar sem það er nú orðið yfirleitt vonlaust að komast áleiðis nema að rölta langar vegalengdir, en Chikin er staðsettur í hjarta Reykjavíkur.
En ferðin var þess virði og ef ég held mig aðeins við borgarann í þessari stuttu samantekt þá er bara lýsingarorðið, „æðislegt“ nóg. Hér fann ég að við vorum við ekki bara að tala um Asíu heldur eru hér einnig sterk áhrif frá suðurríkjum bandaríkjanna og það er ekki slæmt.
Creol eða Cajun var það fyrsta sem mér datt í hug en þessi matargerð og leikur að kryddum er eitthvað sem hefur alltaf heillað mig.
Þetta olli mér ekki vonbrigðum og það sama var með aðra rétti sem ég prufaði en stundum er erfitt að lýsa upplifunin svo að ég ætla láta myndirnar tala sínu máli og hvet alla sem eru á röltinu í bænum að kíkja inn á Chikin og eins eru verðin í lagi.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum