Sverrir Halldórsson
Café Retro er flutt á Grandann
Þau Hjónin Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon, hafa verið í Hamraborginni í Kópavogi með Café Retro þar til nú nýlega, að þau fluttu reksturinn vestur á Granda, nánar tiltekið í gamla Slysavarnarfélagshúsið.
Staðurinn tekur um 25 manns í sæti og svo er verönd fyrir utan með um 15 sæti, boðið er upp á heimabakaðar kökur, múffur, hjónabænds-sælu og Belgískar vöfflur, einnig er sjávarréttarsúpa og súpa dagsins á boðstólunum, fréttamaður fékk að smakka á súpu dagsins sem var engiferilmuð gulrótarmauksúpa og bragðaðist hún bara virkilega vel, svo komu Belgísk vaffla með súkkulaði, rabbabarasultu og þeyttum rjóma og var það algjört sælgæti.
Eigendurnir eru mjög jarðbundnir og eru að bíða eftir að fá meira pláss þannig að þau verði með alla hliðina sem snýr að höfninni, og verður gaman að fylgjast með, því það er alltaf að aukast afþreyingin sem er í boði á Grandanum, hvernig þeim reiðir af.
Við á Veitingageiranum óskum þess alls hins besta í framtíðinni.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars