Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Burger Joints (Hamborgarabúllan) á Aker bryggju í Noregi fær góða umsögn

Birting:

þann

Burger Joints ( Hamborgarabúllan ) á Aker bryggju í Noregi

Það sem blaðamaður hálf missir sig yfir er að í kjallara á Aker bryggju sé hamborgarastaður sem býður upp á 200 gr nautahakksborgara undir nafninu The Fifth Taste (Fimmta bragðið) en hann er jarðsveppa gljáður með andalifur, karamelluseruðum lauk og jarðsveppamayonnaise og verðið 300 kr. norskar og þú þarft að kaupa franskar auka.

Burger Joints ( Hamborgarabúllan ) á Aker bryggju í Noregi

Blaðamaðurinn er mjög hrifinn af matnum og segir mikil gæði í honum alla leið og segir að sú stefna sem er að ryðja sér til rúms í dag að það sé meiri áhersla lögð á matinn heldur en innréttingarnar, sé viturlegri þegar litið er til lengri tíma.

Hann líkir búllunni við þekktustu hamborgarastaði Óslóar eins og Illegal, sem að sigraði um daginn keppnina um besta borgara Oslóar, Dögnvill sem lenti í öðru sæti í sömu keppni og Munchies og segir að þeir þurfi að fara að passa sig á samkeppninni.

Burger Joints ( Hamborgarabúllan ) á Aker bryggju í Noregi

 

Myndir: af heimasíðu Burger Joints

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið