Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Brian Evans: „Misó er lykillinn að betri og bragðmeiri kokteilum“

Birting:

þann

Brian Evans

Brian Evans

Það er ekkert launungarmál að barþjónar í dag eyða miklum tíma í eldhúsinu við að undirbúa barinn sinn fyrir kvöldkeyrsluna.

Það hefur aukist töluvert að barþjónar sækja til að mynda innblástur frá matreiðslumönnum við að finna út hvað hentar best fyrir kokteilinn, hvaða matvæli er hægt að nota til að fá hugmyndaríka kokteila.

Veisluþjónusta - Banner

Eitt nýjasta hráefnið sem barþjónar sækja í er misó, sem er mauk af soðnum sojabaunum, koji og salti.

Í matargerð er misó notað í marineringar, dressingar, seyði og jafnvel pastasósur.

„Ég hef náð ótrúlegum árangri með því að blanda miso-mauki beint í sykur-, hlyns- eða hunangssíróp í kokteilana hjá mér“

segir Brian Evans.

Brian blandar misó í kokteilsíróp og er best að byrja á 10 prósentum af heildarþyngd sírópsins og fínstilla eftir smekk.

„Fyrir barmenninguna er misó leið til að bæta við flóru fjölbreytta kokteila“.

Segir Brian að lokum.

Mynd: Instagram / @heyitsmebrianevans

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið