Markaðurinn
Brewhouse sérbjóraglasið fær hin viðfrægu Red Dot hönnunarverðlaun 2015
Sérbjóraglasinu frá SAHM voru nú fyrr á árinu veitt hin virtu Red Dot verðlaun, verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi, hönnun og notagildi.
Brewhouse er sérbjóraglas, hannað árið 2014 til þess að koma til móts við auknar vinsældir um heim allan á framleiðslu og sölu á sérbjórum. Glasið er tímalaust og lögunin er í takt við hefðbundin bjórglös og fer mjög vel í hendi. Glasið er þykkt og vandað, hannað til þess að vekja eftirtekt.
Brewhouse glasið hentar sérstaklega fyrir þá staði sem sérhæfa sig í sérbjórum, það er staflanlegt, auðvelt að þrífa og tekur vel á móti bjór í dælu!
Glasið er fáanlegt í 5 stærðum frá 0,2 til 0,5 litrum. Red Dot verðlaunin eru veitt árlega og eru ein af virtustu hönnuarsamkeppnum í heimi. Þar er vörum veitt viðurkenning sem eru framúrskarandi í hönnun og notagildi.
Í tilefni þessa þá er Brewhouse glasið á tilboði í 0,47l stærðinni. Glasið er til á lager og lágmarkspöntun er 36 stk. Verðið er kr 245,- án/vsk. Svo er að sjálfsögðu hægt að sérmerkja glasið ef þess er óskað.
Umboðsaðili SHAM á Íslandi er Bros auglýsingavörur ehf. Norðlingabraut 14. Símanúmerið er 569 9000. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og pantanir á [email protected]
Allar nánari upplýsingar veita Sturlaugur Þór Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri Bros auglýsingavara.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var