Markaðurinn
Brewhouse sérbjóraglasið fær hin viðfrægu Red Dot hönnunarverðlaun 2015
Sérbjóraglasinu frá SAHM voru nú fyrr á árinu veitt hin virtu Red Dot verðlaun, verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi, hönnun og notagildi.
Brewhouse er sérbjóraglas, hannað árið 2014 til þess að koma til móts við auknar vinsældir um heim allan á framleiðslu og sölu á sérbjórum. Glasið er tímalaust og lögunin er í takt við hefðbundin bjórglös og fer mjög vel í hendi. Glasið er þykkt og vandað, hannað til þess að vekja eftirtekt.
Brewhouse glasið hentar sérstaklega fyrir þá staði sem sérhæfa sig í sérbjórum, það er staflanlegt, auðvelt að þrífa og tekur vel á móti bjór í dælu!
Glasið er fáanlegt í 5 stærðum frá 0,2 til 0,5 litrum. Red Dot verðlaunin eru veitt árlega og eru ein af virtustu hönnuarsamkeppnum í heimi. Þar er vörum veitt viðurkenning sem eru framúrskarandi í hönnun og notagildi.
Í tilefni þessa þá er Brewhouse glasið á tilboði í 0,47l stærðinni. Glasið er til á lager og lágmarkspöntun er 36 stk. Verðið er kr 245,- án/vsk. Svo er að sjálfsögðu hægt að sérmerkja glasið ef þess er óskað.
Umboðsaðili SHAM á Íslandi er Bros auglýsingavörur ehf. Norðlingabraut 14. Símanúmerið er 569 9000. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og pantanir á [email protected]
Allar nánari upplýsingar veita Sturlaugur Þór Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri Bros auglýsingavara.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






