Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Borg restaurant | Hver er kúrsinn?

Birting:

þann

Borg restaurant

Við félagarnir höfðum oft rætt um að fara á Borgina og upplifa þennan stíl í eldamennsku, sem Völundur Snær hefur gefið sig út fyrir , caribbean og ísland tvistað saman og að lokum var komið að stundinni , við mættir eina kvöldstund á staðinn og til í tuskið , og kemur hér upplifun okkar.

Þessi innrétting á betur við húsið en sú síðasta , þó svo að mér finnist barinn helst til stór ,en nóg um það nú er það maturinn.

Innbakaður humar með aioli dressingu

Innbakaður humar með aioli dressingu

Fyrst kom lystauki. Innbakaður humar með aioli dressingu.

Hefði ekki mátt vera meira, var farið að örla fyrir væmni.

Fyrri bakki

Fyrri bakki

Forréttabakki skrifað í þeirri röð sem þjónninn mælti með:

Snöggsteiktur lax með þurkuðu laxaroði, tobico og sesamdressingu.

Laxinn var svo súr að það fannst ekkert annað bragð.

Kolkrabbasalati með hrisgrjónanúðlum , fersku grænmeti og kórenskri kindsy dressingu.

Salatið ennþá súrara en fyrri réttur og ekkert meira um það að segja

Vorrúllur með salthnetusósu.

Hef smakkað þær betri

Tvíreykt hangikjöts carpaccio með grænu salati, appelsínum, appelsínu mayonnaise , döðlum og sætum kasjuhnetum

Húrra, glæsilegur réttur og maður byrjaði að brosa smá.

Seinni bakkinn

Seinni bakkinn

Svo kom næsti bakki:

Steiktur Þorskur með ferskri melónu, fennel, möndlum og appelsínusósu

Hef fengið nýrri þorsk, lítið var um sítrus bragð þarna, sem hefði bjargað miklu.

Bleikja með tómötum, perum basildressingu og sticky rice.

Þarna hefur bragðið gleymst alveg.

Lambaprime með kryddsmjöri, kartöflum, steiktu grænmeti og hunangsbbq gljáa.

Seigt undir tönn en bragð gott.

Nautalund með wok steiktu grænmeti með seasamfræjum núðluköku og nautasódia vatn.

Líka seig undir tönn en slapp að öðru leiti

Kókoskaka með berjakuskus og berjaís

Kókoskaka með berjakuskus og berjaís

Halló, þarna brosti maður aftur á hnakka, þvílíkt sælgæti.

Niðurstaðan var eiginlega sú að staðurinn væri ágætur, þjónustan afburðar, en eldhúsið olli vonbrigðum og er ég nánast þess fullviss að þetta er ekki það sem Völli hefur lagt upp með, þarna þarf að sópa og hrista upp í liðinu og ákveða hver sé stefna eldhússins og að hún haldi út máltíðina.

Einnig fannst okkur þessi hólfadiskar í 9 rétta matseðli sem er stolt staðarins algjört rugl, passar flott í hádegi í hraðanum.

Annað sem við veltum fyrir okkur var að það var allskonar strimlar af grænmeti ofan á réttunum og svo vatnakarsi yfir því, spurning skammast eldhúsið fyrir útlit á réttunum eða hvað.

Fórum í fyrsta sinn í 3 ár þungir á brún út af veitingastaðnum, eftir rýra uppskeru kvöldsins.

 

Myndir: Sigurður Einarsson

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið