Bocuse d´Or
Bocuse d’Or: „Risaeðlu“ kvöldverðurinn tekinn með pomp og prakt
Íslenska Bocuse d’Or liðið er í góðum gír í Lyon fyrir komandi keppni.
Seinasti dagur fór í að klára uppstillinguna á eldhúsinu fyrir keppnina og að byrja að vigta hráefnið.
Fljótlega upp úr hádegi skellti teymið sér svo inní borgina á alræmda les Halles de Lyon Paul Bocuse sem er fyrsti innandyra matarmarkaðurinn í Lyon með 48 stöðum innan í höllinni, allt frá kjöt og fiskbúðum, bakaríum, ostabúðum og fjöldan allan af fjölbreyttum veitingastöðum.
Eftir ferðina miðsvæðis héldu þeir aftur heim á hótelið að undirbúa. Um kvöldið var svo hinn árlegi “Risaeðlu” kvöldverður sem Hinrik Örn, Viktor Örn og Jói “Hnefi” matreiddu af einstakri fagmennsku.
Eftir pakkaða máltíð af nauti, kóngasveppum og Foie gras var skellt sér í gufubaðið á hótelinu og slakað á fyrir næsta dag.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Höfundur:
Sérlegur fréttaritari veitingageirans á Bocuse d´Or, Ari Jónsson.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi