Bocuse d´Or
Bocuse d’Or: „Risaeðlu“ kvöldverðurinn tekinn með pomp og prakt
Íslenska Bocuse d’Or liðið er í góðum gír í Lyon fyrir komandi keppni.
Seinasti dagur fór í að klára uppstillinguna á eldhúsinu fyrir keppnina og að byrja að vigta hráefnið.
Fljótlega upp úr hádegi skellti teymið sér svo inní borgina á alræmda les Halles de Lyon Paul Bocuse sem er fyrsti innandyra matarmarkaðurinn í Lyon með 48 stöðum innan í höllinni, allt frá kjöt og fiskbúðum, bakaríum, ostabúðum og fjöldan allan af fjölbreyttum veitingastöðum.
Eftir ferðina miðsvæðis héldu þeir aftur heim á hótelið að undirbúa. Um kvöldið var svo hinn árlegi “Risaeðlu” kvöldverður sem Hinrik Örn, Viktor Örn og Jói “Hnefi” matreiddu af einstakri fagmennsku.
Eftir pakkaða máltíð af nauti, kóngasveppum og Foie gras var skellt sér í gufubaðið á hótelinu og slakað á fyrir næsta dag.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Höfundur:
Sérlegur fréttaritari veitingageirans á Bocuse d´Or, Ari Jónsson.

Ari Jónsson
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu












