Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d’Or: „Risaeðlu“ kvöldverðurinn tekinn með pomp og prakt

Birting:

þann

Bocuse d´Or - Bjarni Siguróli

Aðstoðarmenn Bjarna Siguróla.
F.v. Ari Jónsson, Ísak Darri þorsteinsson og Hugi Rafn Stefánsson

Íslenska Bocuse d’Or liðið er í góðum gír í Lyon fyrir komandi keppni.

Seinasti dagur fór í að klára uppstillinguna á eldhúsinu fyrir keppnina og að byrja að vigta hráefnið.

Fljótlega upp úr hádegi skellti teymið sér svo inní borgina á alræmda les Halles de Lyon Paul Bocuse sem er fyrsti innandyra matarmarkaðurinn í Lyon með 48 stöðum innan í höllinni, allt frá kjöt og fiskbúðum, bakaríum, ostabúðum og fjöldan allan af fjölbreyttum veitingastöðum.

Eftir ferðina miðsvæðis héldu þeir aftur heim á hótelið að undirbúa. Um kvöldið var svo hinn árlegi “Risaeðlu” kvöldverður sem Hinrik Örn, Viktor Örn og Jói “Hnefi” matreiddu af einstakri fagmennsku.

Eftir pakkaða máltíð af nauti, kóngasveppum og Foie gras var skellt sér í gufubaðið á hótelinu og slakað á fyrir næsta dag.

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Höfundur:
Sérlegur fréttaritari veitingageirans á Bocuse d´Or, Ari Jónsson.

Ari Jónsson

Ari Jónsson

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið