Bocuse d´Or
Bocuse d’Or: „Risaeðlu“ kvöldverðurinn tekinn með pomp og prakt
Íslenska Bocuse d’Or liðið er í góðum gír í Lyon fyrir komandi keppni.
Seinasti dagur fór í að klára uppstillinguna á eldhúsinu fyrir keppnina og að byrja að vigta hráefnið.
Fljótlega upp úr hádegi skellti teymið sér svo inní borgina á alræmda les Halles de Lyon Paul Bocuse sem er fyrsti innandyra matarmarkaðurinn í Lyon með 48 stöðum innan í höllinni, allt frá kjöt og fiskbúðum, bakaríum, ostabúðum og fjöldan allan af fjölbreyttum veitingastöðum.
Eftir ferðina miðsvæðis héldu þeir aftur heim á hótelið að undirbúa. Um kvöldið var svo hinn árlegi “Risaeðlu” kvöldverður sem Hinrik Örn, Viktor Örn og Jói “Hnefi” matreiddu af einstakri fagmennsku.
Eftir pakkaða máltíð af nauti, kóngasveppum og Foie gras var skellt sér í gufubaðið á hótelinu og slakað á fyrir næsta dag.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Höfundur:
Sérlegur fréttaritari veitingageirans á Bocuse d´Or, Ari Jónsson.

Ari Jónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu












