Bocuse d´Or
Bocuse d´Or hópurinn kominn til Lyon
Íslenski Bocuse d´Or hópurinn lagði af stað til Frakklands í gærmorgun, þar sem Bjarni Siguróli mun keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu eða Bocuse d´Or.
Hópurinn lenti í París kl: 12:00 á staðartíma. Þegar þangað var komið skiptist hópurinn niður, annarsvegar var keyrt á bíl til Lyon með allan farangur og hráefni fyrir keppnina.
Restin tók svo lestina til að komast sem fyrst á hótelið. Þegar komið var til Lyon var tekið á móti fraktinni sem fór frá Keflavík fyrr í vikunni og við tók frágangur og stilla upp í salnum sem liðið hefur aðstöðu á hótelinu til að undirbúa fyrir keppnina.
Borðað var á veitingastaðnum á hótelinu eftir langt ferðalag. Næstu daga tekur svo við frekari undirbúningur og tiltekt hjá liðinu. Ísland keppir á fyrri deginum þann 29. janúar og eru sjöunda eldhúsið þann daginn.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: aðsendar / Þráinn Freyr Vigfússon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi