Bocuse d´Or
Bocuse d´Or hópurinn kominn til Lyon

F.v. Hugi Rafn Stefánsson, Viktor Örn Andrésson, Ari Jónsson, Ísak Darri þorsteinsson og Bjarni Siguróli Jakobsson
Íslenski Bocuse d´Or hópurinn lagði af stað til Frakklands í gærmorgun, þar sem Bjarni Siguróli mun keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu eða Bocuse d´Or.
Hópurinn lenti í París kl: 12:00 á staðartíma. Þegar þangað var komið skiptist hópurinn niður, annarsvegar var keyrt á bíl til Lyon með allan farangur og hráefni fyrir keppnina.
Restin tók svo lestina til að komast sem fyrst á hótelið. Þegar komið var til Lyon var tekið á móti fraktinni sem fór frá Keflavík fyrr í vikunni og við tók frágangur og stilla upp í salnum sem liðið hefur aðstöðu á hótelinu til að undirbúa fyrir keppnina.
Borðað var á veitingastaðnum á hótelinu eftir langt ferðalag. Næstu daga tekur svo við frekari undirbúningur og tiltekt hjá liðinu. Ísland keppir á fyrri deginum þann 29. janúar og eru sjöunda eldhúsið þann daginn.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: aðsendar / Þráinn Freyr Vigfússon

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum