Vertu memm

Markaðurinn

Blómkálsostastangir í Thermomix

Birting:

þann

Blómkálsostastangir

200 g Havarti kryddostur
100 g parmesan ostur
100 g cheddar ostur
1 tsk basillika
1 tsk oregano
1 tsk pizzakrydd)
1 tsk hvítlauksduft
¼ tsk chilikrydd (chili explosion)
500 g blómkál
1 egg

Aðferð:

  1. Setjið Havarti ostinn í blöndunarskálina og saxið 5 sek/hraði 6, færið yfir í aðra skál.
  2. Saxið parmesan og cheddar 5 sek/hraði 6, setja í skálina með Havarti ostinum
  3. Bætið kryddunum við ostinn.
  4. Setjið blómkálið í blöndunarskálina og saxið 3 sek/hraði 6, skafið niður hliðar skálarinnar og saxið aftur 3 sek/hraði 6, eldið 6 mín/100°C/hraði 1
  5. Leyfið blómkálinu að kólna þannig að hægt sé að setjia það í grisju (hreinan klút) og kreistið vökvann frá.
  6. Setjið blómkálið aftur í skálina ásamt helmingnum af ostinum og egginu, hrærið 10 sek/hraði 6. Skafið hliðar skálarinnar og hrærið aftur 10 sek/hraði 6. Færið yfir á bökunarplötu klædda pappír eða margnota bökunarmottu og fletjið út með sleikju (ca. 20×30 cm.)
  7. Bakið í 25 mín. við 220°C, takið út úr ofninum, stráið afgangnum af ostinum yfir og bakið áfram í 6 mínútur. Leyfið að kólna aðeins áður en þið skerið. Berið fram með heimagerðri Thermomix pizzasósu.

Sjá einnig: Magnaðir notkunarmöguleikar Thermomix

#lowcarb

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið