Markaðurinn
Blómkálsostastangir í Thermomix
200 g Havarti kryddostur
100 g parmesan ostur
100 g cheddar ostur
1 tsk basillika
1 tsk oregano
1 tsk pizzakrydd)
1 tsk hvítlauksduft
¼ tsk chilikrydd (chili explosion)
500 g blómkál
1 egg
Aðferð:
- Setjið Havarti ostinn í blöndunarskálina og saxið 5 sek/hraði 6, færið yfir í aðra skál.
- Saxið parmesan og cheddar 5 sek/hraði 6, setja í skálina með Havarti ostinum
- Bætið kryddunum við ostinn.
- Setjið blómkálið í blöndunarskálina og saxið 3 sek/hraði 6, skafið niður hliðar skálarinnar og saxið aftur 3 sek/hraði 6, eldið 6 mín/100°C/hraði 1
- Leyfið blómkálinu að kólna þannig að hægt sé að setjia það í grisju (hreinan klút) og kreistið vökvann frá.
- Setjið blómkálið aftur í skálina ásamt helmingnum af ostinum og egginu, hrærið 10 sek/hraði 6. Skafið hliðar skálarinnar og hrærið aftur 10 sek/hraði 6. Færið yfir á bökunarplötu klædda pappír eða margnota bökunarmottu og fletjið út með sleikju (ca. 20×30 cm.)
- Bakið í 25 mín. við 220°C, takið út úr ofninum, stráið afgangnum af ostinum yfir og bakið áfram í 6 mínútur. Leyfið að kólna aðeins áður en þið skerið. Berið fram með heimagerðri Thermomix pizzasósu.
Sjá einnig: Magnaðir notkunarmöguleikar Thermomix
#lowcarb
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Keppni5 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember