Markaðurinn
Blómkálsostastangir í Thermomix
200 g Havarti kryddostur
100 g parmesan ostur
100 g cheddar ostur
1 tsk basillika
1 tsk oregano
1 tsk pizzakrydd)
1 tsk hvítlauksduft
¼ tsk chilikrydd (chili explosion)
500 g blómkál
1 egg
Aðferð:
- Setjið Havarti ostinn í blöndunarskálina og saxið 5 sek/hraði 6, færið yfir í aðra skál.
- Saxið parmesan og cheddar 5 sek/hraði 6, setja í skálina með Havarti ostinum
- Bætið kryddunum við ostinn.
- Setjið blómkálið í blöndunarskálina og saxið 3 sek/hraði 6, skafið niður hliðar skálarinnar og saxið aftur 3 sek/hraði 6, eldið 6 mín/100°C/hraði 1
- Leyfið blómkálinu að kólna þannig að hægt sé að setjia það í grisju (hreinan klút) og kreistið vökvann frá.
- Setjið blómkálið aftur í skálina ásamt helmingnum af ostinum og egginu, hrærið 10 sek/hraði 6. Skafið hliðar skálarinnar og hrærið aftur 10 sek/hraði 6. Færið yfir á bökunarplötu klædda pappír eða margnota bökunarmottu og fletjið út með sleikju (ca. 20×30 cm.)
- Bakið í 25 mín. við 220°C, takið út úr ofninum, stráið afgangnum af ostinum yfir og bakið áfram í 6 mínútur. Leyfið að kólna aðeins áður en þið skerið. Berið fram með heimagerðri Thermomix pizzasósu.
Sjá einnig: Magnaðir notkunarmöguleikar Thermomix
#lowcarb
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






