Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Björn Bragi alltaf flottur í Stella Artois jólapartíinu og Andrea Gylfa söng vel valin lög með strákunum

Birting:

þann

Andrea Gylfa - Stella Artois jólapartí

Hið árlega Stella Artois jólapartí var haldið hátíðlegt á Hótel Holti í síðustu viku og var þar að vanda margt um manninn. Partíið er haldið ár hvert til að fagna útkomu 750 ml hátíðarútgáfu Stella Artois sem fáanleg er yfir hátíðarnar hér á landi.

Björn Bragi sá um veislustjórn

Björn Bragi sá um veislustjórn

Þess má einnig geta að Stella Artois var upphaflega bruggaður, í þeirri mynd sem hann þekkist í dag, sem jólabjór fyrir íbúa heimabjæjar síns, Leuven í Belgíu. Eftirspurnin var hins vegar slík að ákveðið var að halda framleiðslunni áfram allt árið um kring.

Líkt og í fyrra sá Björn Bragi um veislustjórn og sló á létta strengi inn á milli. Tríóið Friends 4ever léku létta jólatónlist í bland við aðra þægilega tóna og eiga þeir mikið lof skilið fyrir sína frammistöðu. Andrea Gylfa mætti svo á svæðið þegar partíið stóð sem hæst og tók nokkur vel valin lög með strákunum.

Stella Artois jólapartí var haldið hátíðlegt á Hótel Holti

Stella Artois jólapartí var haldið hátíðlegt á Hótel Holti

Veitingarnar frá Friðgeiri á Holtinu slógu rækilega í gegn, en meðal rétta voru:

– Saltfisksflögur, apríkósur og þeyttir tómatar
– Heimahrærður geitaostur og sultað grænmeti „Nicoise“
– Bjór marenerað Rib-eye, mini burgers
– Sítrus mareneraður lax í bjór og engifer
– Eldsteikt epli, hunang og Stella Artois

 

Myndir: aðsendar

/Hinrik

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið