Vín, drykkir og keppni
Björn Bragi alltaf flottur í Stella Artois jólapartíinu og Andrea Gylfa söng vel valin lög með strákunum
Hið árlega Stella Artois jólapartí var haldið hátíðlegt á Hótel Holti í síðustu viku og var þar að vanda margt um manninn. Partíið er haldið ár hvert til að fagna útkomu 750 ml hátíðarútgáfu Stella Artois sem fáanleg er yfir hátíðarnar hér á landi.
Þess má einnig geta að Stella Artois var upphaflega bruggaður, í þeirri mynd sem hann þekkist í dag, sem jólabjór fyrir íbúa heimabjæjar síns, Leuven í Belgíu. Eftirspurnin var hins vegar slík að ákveðið var að halda framleiðslunni áfram allt árið um kring.
Líkt og í fyrra sá Björn Bragi um veislustjórn og sló á létta strengi inn á milli. Tríóið Friends 4ever léku létta jólatónlist í bland við aðra þægilega tóna og eiga þeir mikið lof skilið fyrir sína frammistöðu. Andrea Gylfa mætti svo á svæðið þegar partíið stóð sem hæst og tók nokkur vel valin lög með strákunum.
Veitingarnar frá Friðgeiri á Holtinu slógu rækilega í gegn, en meðal rétta voru:
– Saltfisksflögur, apríkósur og þeyttir tómatar
– Heimahrærður geitaostur og sultað grænmeti „Nicoise“
– Bjór marenerað Rib-eye, mini burgers
– Sítrus mareneraður lax í bjór og engifer
– Eldsteikt epli, hunang og Stella Artois
Myndir: aðsendar

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan