Markaðurinn
Bitter Truth Masterclass með Stephan Berg
Mánudaginn næstkomandi 27. febrúar mun Karl K Karlsson, innflutningsaðili Bitter Truth bittera og líkjöra á Íslandi, standa fyrir Masterclass hjá Geira Smart á Canopy Hótel, milli kl 16 og 19.
Stephan Berg, annar af stofnendum Bitter Truth, mun þá fræða viðstadda um heim bittera og notkun þeirra við gerð kokteila.
Bitter Truth vörumerkið fagnaði 10 ára afmæli í fyrra, en þeir hafa allt frá stofnun verið frumkvöðlar í gerð bittera og hafa vörur fyrirtækisins hlotið ótal verðlaun á þeim tíma.
Auk fræðslu verður boðið uppá smökkun á vörum sem ekki hafa veirð fáanlegar á Íslandi áður sem og kynningu á þeim vörum sem þegar eru fáanlegar hérlendis. Allir þátttakendur verða síðan leystir út með veglegum gjafapakka.
Takmarkað pláss er í boði. Skráning fer fram hjá Valgarði, s. 8229230 eða [email protected]
Bitter Truth – For Better Drinks!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa







