Vertu memm

Markaðurinn

Bitter Truth Masterclass með Stephan Berg

Birting:

þann

Mánudaginn næstkomandi 27. febrúar mun Karl K Karlsson, innflutningsaðili Bitter Truth bittera og líkjöra á Íslandi, standa fyrir Masterclass hjá Geira Smart á Canopy Hótel, milli kl 16 og 19.

Stephan Berg, annar af stofnendum Bitter Truth, mun þá fræða viðstadda um heim bittera og notkun þeirra við gerð kokteila.

Bitter Truth vörumerkið fagnaði 10 ára afmæli í fyrra, en þeir hafa allt frá stofnun verið frumkvöðlar í gerð bittera og hafa vörur fyrirtækisins hlotið ótal verðlaun á þeim tíma.

Auk fræðslu verður boðið uppá smökkun á vörum sem ekki hafa veirð fáanlegar á Íslandi áður sem og kynningu á þeim vörum sem þegar eru fáanlegar hérlendis. Allir þátttakendur verða síðan leystir út með veglegum gjafapakka.

Takmarkað pláss er í boði. Skráning fer fram hjá Valgarði, s. 8229230 eða [email protected]

Bitter Truth – For Better Drinks!

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið