Vertu memm

Hilmar Bragi Jónsson

Hilmar hefur unnið við matreiðslu í 54 ár. Hann vann sem kokkur á Hótel Loftleiðum í 15 ár, 4 ár sem kokkur og 11 ár sem veitingastjóri. Stofnaði tímaritið Gestgjafann og rak í 8 ár ásamt eiginkonu sinni Elínu Káradóttur. Stofnaði Matreiðsluskólann Okkar í Hafnarfirði og rak í 3 ár, vann í Bandaríkjunum í 22 ár fyrir Icelandic Seafood, var opinber matreiðslumaður Frú Vigdísar Finnbogadóttur Forseta Íslands í 12 ár, sá um Íslandskynningar fyrir Útflutningsráð og ferðamálaráð í 30 ár, var varaforseti Alheimssamtaka Matreiðslumanna í 5 ár, var einn af stofnendum Klúbbs Matreiðslumanna 1972 og er nú ellismellur á Spáni síðan 2019. Hægt er að hafa samband við Hilmar á netfangið: [email protected]