Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson er matreiðslumeistari að mennt. Hann hefur verið í íslenska kokkalandsliðinu frá árinu 2000 til 2014 og var fyrirliði þess þegar það hlaut gull– og silfurverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskalandi 2008. Bjarni útskrifaðist frá Hótel– og veitingaskólanum um miðjan tíunda áratuginn en hefur síðan þá unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna í sínu fagi og starfað sem gestakokkur á virtum veitingahúsum um allan heim. Ennfremur hefur Bjarni Gunnar komið að gerð fjölmargra sjónvarpsþátta um matreiðslu. Hægt er að hafa samband við Bjarna á netfangið: [email protected]