Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Austur-Indíafjelagið í 30 ár – Chandrika: Við þetta tilefni er þakklæti okkur efst í huga….

Birting:

þann

Austur-Indíafjelagið

Austur-Indíafjelagið

Austur-Indíafjelagið fagnar 30 ára afmæli nú í október og af því tilefni verður boðið upp á sérstakan matseðil allan mánuðinn, sem ber yfirskriftina 30 réttir fyrir árin 30.

Á seðlinum má finna bæði gamla og nýja rétti, sem saman segja söguna af þremur áratugum Austur-Indíafjelagsins á Hverfisgötu 56.

Í tilkynningu segir Chandrika Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins:

„Við þetta tilefni er þakklæti okkur efst í huga. Þakklæti í garð allra þeirra tryggu gesta sem hafa gert okkur kleift að þroskast og dafna, sama hvað á hefur dunið. Þrítugsafmæli Austur-Indíafjelagsins er ekki aðeins okkar til að fagna, heldur einnig ykkar.

Við undirbúning þessa fögnuðar höfum við horft um öxl og glaðst yfir gömlum minningum af því sem við nefndum eitt sinn Indverska matarævintýrið. Blaðsíðurnar eru orðnar margar, en ævintýrinu er ekki lokið.

Við höldum áfram að deila matargerð heimalands okkar af ástríðu og lítum fram á veginn. Okkar markmið stendur óbreytt frá fyrsta degi – að sameina matargerð menningarheims Indlands við óviðjafnanlegar afurðir Íslands. Við leggjum ávallt áherslu á að gera okkar fornu menningu hátt undir höfði, en leitum þó sífellt leiða til að gera hana að okkar eigin.

Saman höfum við staðið af okkur stormana, þökk sé ykkar óbilandi stuðningi. Við erum ævinlega þakklát, auðmjúk og heiðruð yfir því að þið kjósið okkur aftur og aftur.“

Mynd: facebook / Austur-Indíafjelagið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið